Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig vegna eldgos á Reykjanesskaga. 22.12.2023 14:25
Héraðssaksóknari vill ná tali af manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar. 22.12.2023 13:35
Gul viðvörun víða um land á Þorláksmessu Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra vegna hvassviðris og snjókomu sem spáð er á morgun, Þorláksmessu, og á aðgangadag. Erfið akstursskilyrði gætu myndast. 22.12.2023 13:03
Stefán nýr framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum Stefán Guðjohnsen hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs Seðlabanka Íslands en staðan var auglýst laus til umsóknar í nóvember. 22.12.2023 12:36
Volaða land skrefi nær Óskarstilnefningu Kvikmyndin Volaða land, sem er framlag Íslands til Óskarsverðlauna árið 2024, er nú skrefi nær því að verða tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Þetta varð ljóst í gær eftir að tilkynnt var hvaða fimmtán kvikmyndir ættu enn möguleika á að hljóta tilnefningu. 22.12.2023 07:43
Snjókoma norðantil en lengst af þurrt og bjart fyrir sunnan Úrkomusvæði gengur nú inn yfir norðanvert landið og fylgir því breytileg átt, yfirleitt vindur fimm til þrettán metrar á sekúndu og snjókoma með köflum. 22.12.2023 07:12
Sjö fjölmiðlar á landsbyggðinni fá milljón hver Sjö fjölmiðlar sem starfræktir eru utan höfuðborgarsvæðins munu fá rúmlega milljón króna styrk frá hinu opinbera. 21.12.2023 13:43
Gosinu við Sundhnúksgíga lokið Gosinu við Sundhnúksgíga er lokið. Slokknað er í öllum gígum, en glóð er enn sjáanleg. Erfitt er þó að segja til um framhaldið. 21.12.2023 11:43
Tekur við sem forstöðumaður í Salnum í Kópavogi Bjarni Haukur Þórsson leikari hefur verið ráðinn forstöðumaður Salarins í Kópavogi. Hann tekur við stöðunni af Aino Freyja Järvelä. 21.12.2023 11:19
Letrið of smátt og lýsingarorðin of jákvætt hlaðin Mat Neytendastofu er að GS Verslanir ehf, rekstraraðila GS Búlluna, hafi brotið gegn auglýsingarbanni með því að birta myndir og myndbönd af nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðlum. Hefur félaginu verið bannað að birta auglýsingarnar. 21.12.2023 11:04