Styttan af séra Friðriki tekin niður Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni í Lækjargötu verði tekin niður og nú flutt og fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. 23.11.2023 13:44
Ítali fær íslenska ullarpeysu sem passaði ekki endurgreidda Ónefndri vefverslun hér á landi hefur verið gert að greiða ítölskum viðskiptavini rúmar 50 þúsund krónur eftir að hann hafði skilað ullarpeysu sem hann hafði keypt en aldrei fengið endurgreitt. 23.11.2023 12:34
Segir þingið lamað vegna sundrungar innan ríkisstjórnar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir ríkisstjórnina óstarfhæfa vegna sundrungar og Alþingi vera lamað fyrir vikið. Bendir þingmaðurinn á því til stuðnings á fá stjórnarfrumvörp hafi komið til þingsins og að það sem af sé hausti hafi þingið einungis afgreitt tvö stjórnarfrumvörp. 23.11.2023 11:08
Strætóbílstjórinn og farþegi sluppu án meiðsla Bílstjóri og einn farþegi voru um borð í strætisvagni sem fór á hliðina í vonskuveðri á þjóðveginum í Hrútafirði í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri Strætó segir þá ekki hafa slasast í veltunni fyrir utan að hafa verið í nokkru áfalli. 23.11.2023 10:11
Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23.11.2023 08:41
Hvít jörð í höfuðborginni og slær í storm austantil Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu vöknuðu upp við hvíta jörð í morgun og má gera ráð fyrir að margir muni þurfa að skafa af bílunum áður en haldið er af stað í vinnu eða skóla. 23.11.2023 07:13
Smáhundum ætlað að bæta andlega líðan meinað að vera í heimaeinangrun Innflytjendur tveggja smáhunda sem ætlað var að bæta andlega líðan annars þeirra fá ekki undanþágu til að láta þá vera í heimaeinangrun eftir komuna til landsins. Hundarnir þurfi að dvelja í einangrunarstöðinni Móseli við komuna til landsins líkt og aðrir innfluttir hundar, enda flokkist þeir sem „stuðningshundar“ en ekki sem „hjálparhundar“ sem geta fengið slíka undanþágu. 22.11.2023 14:41
Reykjanesbrautin næst því að uppfylla skilyrði um hærri hámarkshraða Reykjanesbrautin milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar er sá vegur á landinu sem kemst næst því að uppfylla skilyrði laga um fyrir hærri hámarkshraða en 90 kílómetrar á klukkustund. Til að slíkt gæti yfir höfuð gerst þyrfti að ráðast í ýmsar framkvæmdir á veginum. 22.11.2023 13:50
Arnar Jón til Good Good Íslenska nýsköpunar- og matvælafyrirtækið GOOD GOOD hefur ráðið Arnar Jón Agnarsson í starf sölu- og markaðstjóra á Íslandi og fyrir Evrópumarkað. 22.11.2023 13:19
Birkir Hrafn nýr framkvæmdarstjóri Höfða Birkir Hrafn Jóakimsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Hann hefur störf í desember næstkomandi. 22.11.2023 11:54