Verður nýr regluvörður Landsbankans Sunna Ósk Friðbertsdóttir hefur verið ráðin regluvörður Landsbankans og hefur hún tekið til starfa. 12.9.2023 11:36
Kristinn nýr framkvæmdastjóri Eyrir Venture Management Eyrir Venture Management (EVM) hefur ráðið Kristinn Pálmason sem framkvæmdastjóra. Kristinn kemur til félagsins frá Silfurbergi og tekur við starfinu af Erni Valdimarssyni. 12.9.2023 11:14
Jón Júlíus til Viðskiptaráðs Jón Júlíus Karlsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra UMF Grindavíkur síðustu ár, hefur verið ráðinn til starfa hjá Viðskiptaráði og mun annast verkefni á sviði samskipta, miðlunar og viðburðahalds auk þátttöku í málefnastarfi og annarri daglegri starfsemi ráðsins. 12.9.2023 11:10
Kim heldur til Rússlands til fundar við Pútín Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hefur staðfest að leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sé kominn til Rússlands þar sem hann mun síðar funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 12.9.2023 06:49
Leggja fimm evru daggjald á ferðamenn Búist er við að borgaryfirvöld í Feneyjum á Ítalíu muni samþykkja að leggja sérstakt fimm evru daggjald á ferðamenn sem sækja borgina heim í tilraun til að takmarka straum ferðamanna til borgarinnar. 12.9.2023 06:46
Skjálftahrina á Reykjaneshrygg Skjálftahrina hófst á Reykjaneshrygg, um þrjátíu kílómetra suðvestur af Reykjanestá um kvöldmatarleytið í gær. 12.9.2023 06:42
Norðlæg átt og hlýjast sunnantil Lítill hæðarhryggur á Grænlandshafi nálgast nú landið og ríkir norðlæg átt á landinu í dag, yfirleitt fremur hæg, þrír til átta metrar á sekúndu, en nokkru hvassara austanlands. 11.9.2023 06:54
Dyggur stuðningsmaður Pútín áfram borgarstjóri í Moskvu Hinn 65 ára borgarstjóri Mosvkuborgar, Sergei Sobjanin, hlaut langflest atkvæði í borgarstjórnarkosningunum sem fram fóru í rússnesku höfuðborginni í gær. Sobjanin var frambjóðandi stjórnmálaflokksins Sameinaðs Moskvu og hefur verið dyggur stuðningsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um árabil. 11.9.2023 06:34
Lýsa eftir ökumanni sem ók á kú í Hörgárdal Lögreglan á Akureyri hefur lýst eftir ökumanni sem ók bíl sínum af vettvangi eftir að hafa ekið á kú í Hörgárdal við Jónasarlund á Þjóðvegi 1 rétt eftir klukkan 15:30 í gær. Sömuleiðis er lýst eftir vitnum að atvikinu. 11.9.2023 06:11
Tilkynnt um eignaspjöll í miðborginni Tilkynnt var um eignaspjöll í miðborg Reykjavíkur og hlupu nokkrir aðilar af vettvangi að sögn vitna. 11.9.2023 06:04