Forsetinn endurkjörinn með 87 prósent atkvæða Shavkat Mirziyoyev hefur verið endurkjörinn sem forseti Mið-Asíuríkisins Úsbekistans. Samkvæmt tölum frá kjörstjórn hlaut forsetinn 87,1 prósent atkvæða í kosningunum sem fram fóru í gær og mun hann því sitja sitt þriðja kjörtímabil. 10.7.2023 14:41
Penninn og Ólavía og Oliver einu sem bættu ekki verðmerkingarnar Neytendastofa hefur sektað barnavöruverslunina Ólavíu og Oliver í Glæsibæ og Pennann í Mjódd um 50 þúsund krónur hvor vegna ófullnægjandi verðmerkinga. 10.7.2023 09:57
Ekið á gangandi vegfaranda á Hverfisgötu Slys varð þegar ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Hverfisgötu og Klapparstígs í miðborg Reykjavíkur í morgun. 10.7.2023 09:05
Rutte hyggst segja skilið við stjórnmálin Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir að hann muni segja skilið við stjórnmálin eftir komandi þingkosningar. Greint var frá því fyrir helgi að hollenska ríkisstjórnin væri sprungin vegna deilna innan stjórnarliðsins um innflytjendamál. 10.7.2023 08:49
Tekinn með fimm hundruð töflur af Oxycontin innan klæða Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað fimm hundruð töflur af Oxycontin, 80 milligramma, til landsins með flugi í apríl síðastliðinn. 10.7.2023 07:40
Kaldara loft færist yfir landið á næstu dögum Eftir hlýja daga um liðna helgi verður norðlæg átt ríkjandi og smám saman mun kaldara loft færast yfir landið. Um og uppúr miðri vikunni verður orðið kalt í veðri á norðanverðu landinu og nokkuð vætusamt einnig á þeim slóðum. 10.7.2023 07:21
Skipuð dómari við Landsrétt Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Ásgerðar Ragnarsdóttur, setts landsréttardómara, í embætti Landsréttardómara frá 21. ágúst 2023. 7.7.2023 14:40
Hrókeringar í utanríkisþjónustunni Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um flutning forstöðumanna sendiskrifstofa í utanríkisþjónustunni sem taka formlega gildi á næstunni. 7.7.2023 14:06
Kópavogsbæ gert að greiða syni Þorsteins Hjaltested 1,4 milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Kópavogsbæ til að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested, syni Þorsteins Hjaltested heitins 1,4 milljarða króna ásamt vöxtum í deilum um Vatnsendaland. 7.7.2023 13:03
Eurovision fer fram í Malmö á næsta ári Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Malmö í suðurhluta Svíþjóðar í maí á næsta ári. 7.7.2023 12:04