varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ás­gerður nýr dómari við Lands­rétt

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja Ásgerði Ragnarsdóttur héraðsdómara í embætti dómara við Landsrétt frá og með 8. maí 2023 til og með 28. febrúar 2029. Hæfisnefnd hafði metið Ásgerði og Kjartan Björgvinsson héraðsdómara jafnhæf og þurfti ráðherra því að gera upp á milli þeirra.

Rakel nýr reglu­vörður Ís­lands­banka

Íslandsbanki hefur ráðið Rakel Ásgeirsdóttur í stöðu regluvarðar hjá bankanum. Hún tekur við starfinu af Rut Gunnarsdóttur sem tók við stöðunni árið 2015 og sagði starfinu lausu í mars.

Hollendingi bannað að gefa meira sæði

Dómstóll í Haag í Hollandi hefur bannað 41 árs karlmanni að gefa meira sæði. Sæðisgjafir mannsins hafa leitt til fæðinga að minnsta kosti 550 barna í nokkrum löndum og hefur dómstóllinn nú sagt stopp.

Nýir vara­for­setar ASÍ sjálf­kjörnir

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var í dag sjálfkjörinn 1. varaforseti ASÍ. Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags, var sjálfkjörinn 2. varaforseti ASÍ og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, 3. varaforseti.

Hefja for­færingar til undir­búnings dráttar í dag

Fulltrúar eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw, Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar samþykktu í gær björgunaráætlun fyrir skipið og er reiknað með að forfæringar með farminn hefjist síðar í dag til undirbúnings dráttar þess til Akureyrarhafnar.

Finnbjörn sjálf­kjörinn for­seti ASÍ

Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, er nýr forseti Alþýðusambands Íslands og var sjálfkjörinn á þingi sambandsins í dag.

Sjá meira