Arnar Már snýr aftur í framkvæmdastjórn Play Arnar Már Magnússon, flugstjóri og einn af stofnendum Play, mun senn taka aftur við sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs félagsins. 30.3.2023 09:12
Fjöldi látinn eftir árekstur tveggja herþyrlna í Kentucky Manntjón varð þegar tvær Blackhawk-herþyrlur rákust saman í Kentucky í Bandaríkjunum í nótt. 30.3.2023 07:55
Byrjað verði að byggja yfir rústirnar í Stöng í Þjórsárdal í sumar Framkvæmdasýslan Ríkiseignir hafa birt auglýsingu um útboð framkvæmda við bæjarrústir Stangar í Þjórsárdal og er vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir í sumar. 30.3.2023 07:31
Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. 30.3.2023 07:06
Dæmdur fyrir að þvætta illa fengið fé Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fertugsaldri fyrir peningaþvætti með því að tekið við og nýtt millifærslur frá erlendum fyrirtækjum, samtals um 13,5 milljónir króna, inn á eigin reikning og tekið upphæðina svo út í reiðufé og afhent óþekktum aðila. 29.3.2023 14:54
Tekur aftur við embætti lögreglustjóra í Eyjum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóra og þingmann Miðflokksins, í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023. 29.3.2023 14:26
Frekari rýmingar á Seyðisfirði og áfram enginn skóli í Neskaupstað Veðurstofan hefur ákveðið að rýma skuli að nýju hús á reit 14 á Seyðisfirði í varúðarskyni frá klukkan 21 í kvöld. Von er á mikilli snjókomu. 29.3.2023 14:10
Ákærður fyrir að hafa myrt þrjá og reynt að drepa ellefu í Fields Lögregla í Danmörku hefur ákært 23 ára karlmann fyrir skotárásina í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í júlí á síðasta ári. Maðurinn er ákærður fyrir þrjú manndráp, ellefu tilraunir til manndráps, auk þess að hafa skotið í átt að 21 til viðbótar. 29.3.2023 13:27
Rýmingar áfram í gildi og mögulegt að þær verði víðtækari Rýmingar frá í gær í Neskaupstað, á Eskifirði og Seyðisfirði eru enn í gildi og hugsanlegt er að rýma þurfi nýju þau hús sem aflétt var af í gær. 29.3.2023 12:49
Lyfjaval nú alfarið í eigu Orkunnar Orkan IS hefur keypt 42 prósenta hlut minnihlutaeigenda í Lyfjavali. Fyrir átti Orkan 58 prósenta hlut í Lyfjavali og með þessum kaupum eignast því Orkan Lyfjaval að fullu. 29.3.2023 11:28