Bjart veður sunnantil og hiti gæti farið yfir frostmark Enn er útlit fyrir norðaustanátt á landinu í dag, víða átta til þrettán metrar á sekúndu. 24.3.2023 07:12
Tilkynnt um sinueld nærri Straumsvík Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 13 í dag. 23.3.2023 13:22
Mikill meirihluti telur kjör öryrkja vera slæm Mikill meirihluti Íslendinga telur kjör öryrkja ýmis frekar eða mjög slæm og segir brýnt að bæta þau. 23.3.2023 09:46
Bein útsending: Grænir styrkir 2023 Festa- miðstöð um sjálfbærni stendur í dag fyrir viðburði í samstarfi við Grænvang, Rannís, Orkustofnun og umhverfisráðuneytið í dag þar sem kynnt verður fyrir íslensku atvinnulífi þau tækifæri sem standi til boða þegar kemur að grænum styrkjum - það er styrkjum snúa að umhverfis, loftslags- og orkumálum. 23.3.2023 08:02
Fimm særðir eftir skotárás manns á Grænlandi Fimm eru særðir eftir að maður hóf skotárás við þyrluflugvöllinn í Narsaq á suðvesturströnd Grænlands í gær. 23.3.2023 07:51
Sólríkt sunnantil en él og frost norðan- og austanlands Dregið hefur úr þeim hvassa vindi sem verið hefur viðloðandi síðustu daga. Þó hefur ekki lægt alveg, því í dag er útlit fyrir norðaustan kalda eða strekking á landinu. Taka má fram að stór hluti höfuðborgarsvæðisins er í skjóli í þessari vindátt. 23.3.2023 07:16
Segja Ójón afbökun á Jóni og segja nei Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um að nafnið Ójón verði samþykkt og fært í mannanafnaskrá. 22.3.2023 13:13
Bein útsending: Satt og logið um öryrkja ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir málþinginu Satt og logið um öryrkja á Grand hótel milli klukkan 13 og 16 í dag. 22.3.2023 12:31
Bein útsending: Alþjóðasamskipti og þjóðaröryggi Örar breytingar á alþjóðavettvangi hafa í för með sér að stjórnvöld þurfa að takast á við samfélagslegar og alþjóðlegar áskoranir á sviði þjóðaröryggis með nýjum áherslum. Hvernig getum við nýtt alþjóðasamstarf til að tryggja öryggi þjóðar á breyttum tímum? 22.3.2023 12:31
Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22.3.2023 11:52