Paltrow fyrir dóm vegna árekstursins í skíðabrekkunni 2016 Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow þarf að mæta í dómsal síðar í dag vegna máls sem 76 ára maður höfðaði gegn henni sökum áreksturs í skíðabrekku í Utah árið 2016. 21.3.2023 11:03
Bryndís Kolbrún ráðin árangursstjóri hjá dk Bryndís Kolbrún Sigurðardóttir hefur hefur verið ráðin í starf stjórnanda viðskiptatengsla bókhalds- og endurskoðendaskrifstofa, Customer Success Manager (CSM), hjá dk hugbúnaði. Staðan er ný hjá fyrirtækinu. 21.3.2023 09:57
IKEA innkallar veiðileikfang IKEA hefur ákveðið að innkallaBLÅVINGAD veiðileik og hvetur viðskiptavini til að skila í verslun vegna köfnunarhættu. Varan verði að fullu endurgreidd. 21.3.2023 09:21
Succession-stjarna á von á barni Ástralska leikkonan og Succession-stjarnan Sarah Snook og eiginmaður hennar David Lawson eiga von á barni. Hin 35 ára Snook afhjúpaði óléttubumbuna í frumsýningarpartýi fjórðu þáttaraðar Succession í New York í gærkvöldi. 21.3.2023 08:59
Sex ára drengur látinn eftir árás sleðahunda á Grænlandi Sex ára drengur er látinn eftir að hafa orðið fyrir árás sleðahunda í grænlenska bænum Aasiaat á vesturströnd landsins í gær. 21.3.2023 07:41
Opna fjarvinnuaðstöðu í gamla Búnaðarbankahúsinu í Stykkishólmi Samningar hafa náðst um að Regus opni nýja fjarvinnuaðstöðu við Aðalgötu 10 í Stykkishólmi í næsta mánuði. Húsnæðið hýsti áður starfsemi Búnaðarbankans og síðar Arion banka, en hefur síðastliðið ár verið heimili frumkvöðlasetursins Árnasetur. 21.3.2023 07:24
Hvassir austanvindar og snjókoma með köflum syðst Allmikið og alldjúpt lægðasvæði er suður af landinu og veldur hvössum austanvindum, jafnvel stormi eða roki syðst. Snjókoma með köflum eða skafrenningur á sunnanverðu landinu og því getur færðin spillst með skömmum fyrirvara. 21.3.2023 07:04
Kjarasamningur Samiðnar og Orkuveitunnar í höfn Fulltrúar Samiðnar – sambands iðnfélaga og Orkuveitu Reykjavíkur undirrituðu í dag kjarasamning. Gildistími kjarasamningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. 20.3.2023 14:54
Rupert Murdoch er trúlofaður Ástralsk-bandaríski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og kærasta hans Ann Lesley Smith eru trúlofuð. 20.3.2023 14:27
Eyjamenn taka á móti þrjátíu flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Vestmannaeyjum. Samningurinn kveður á um að Vestmannaeyjabær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að þrjátíu flóttamönnum. 20.3.2023 13:02