Forsetinn efnir til sérstakra lýðheilsuverðlauna Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur ákveðið að efna til nýrra verðlauna, Íslensku lýðheilsuverðlaunanna, og er stefnt á að þau verði afhent í fyrsta sinn í vor. 28.2.2023 11:35
Smáhýsin fimm komin upp í Laugardal Fimm smáhýsum fyrir heimilislausa var komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík á dögunum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan mánuðinn. 28.2.2023 11:20
Tinubu leiðir en deilt um talningu í nígerísku forsetakosningunum Nígeríumenn bíða enn eftir að fá skýra mynd af því hvernig atkvæði féllu í forsetakosningunum sem fram fóru um helgina. Búið er að birta niðurstöður í fjórtán af 36 ríkjum og er Bola Tinubu, frambjóðandi stjórnarflokksins APC og fyrrverandi ríkisstjóri Lagos, með um 44 prósent atkvæða þar sem niðurstöður liggja fyrir. Þar er þó um að ræða lágt hlutfall af heildarfjölda atkvæða. 28.2.2023 10:54
Fer frá Directive Games til Porcelain Fortress Þorgeir Frímann Óðinsson, formaður IGI, Samtaka leikjaframleiðenda, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Porcelain Fortress. Hann hefur stýrt Directive Games North frá árinu 2019. 28.2.2023 10:24
Fyrsti Svíinn til að stýra dómnefndinni í Cannes í fimmtíu ár Sænski leikstjórinn Ruben Östlund verður formaður dómnefndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes í sumar. 28.2.2023 09:47
Munu fljúga þrisvar í viku til Köben Niceair mun fljúga þrisvar á viku frá Akureyrarflugvelli til Kaupmannahafnar frá og með byrjun júní. Flugfélagið hefur flogið tvisvar í viku til dönsku höfuðborgarinnar, á fimmtudögum og sunnudögum, en mun nú einnig fljúga á þriðjudögum í sumar. 28.2.2023 09:02
„Besti kokkur í heimi“ missir óvænt eina Michelin-stjörnuna Veitingastaður franska meistarakokksins Guy Savoy hefur misst eina af Michelin-stjörnum sínum eftir að hafa skartað þremur slíkum í heil nítján ár. 28.2.2023 07:48
Snýst í suðvestanátt eftir hádegi með skúrum eða slydduéljum Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði suðlæg átt, átta til fimmtán metrar á sekúndu, í dag með rigningu eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu. Reikna má með það verði hægari og bjart að mestu austan- og norðaustantil. 28.2.2023 07:09
Bein útsending: 24. febrúar – Ár frá innrás Alþjóðamálastofun Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu í dag í tilefni af því að ár sé liðið frá innrás Rússlands í Úkraínu. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Úkraínuverkefni Háskóla Íslands og hefst klukkan 12. 24.2.2023 11:21
„Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ 24.2.2023 08:31