Suðvestanátt með éljum í dag og hvessir á morgun Reikna má með suðvestanátt með éljum í dag en björtu með köflum á norðaustanverðu landinu. Það mælist enn allt að tíu stiga hiti á Austfjörðum nú í morgunsárið en hitastig fer lækkandi í dag og verður í kringum frostmark seinnipartinn. 6.2.2023 07:13
Vilja kanna samstarf vegna uppbyggingar bílastæðahúss við Keflavíkurflugvöll Forsvarsmenn Isavia vilja kanna samstarf við einkaaðila – verktaka eða fasteignafélög – í tengslum við uppbyggingu á bílastæðahúsi við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að bílastæðahús muni rísa þar sem skammtímabílastæðin er nú að finna. 5.2.2023 08:00
244 blaðberum Póstdreifingar var sagt upp Póstdreifingar sagði upp 244 blaðberum í síðasta mánuði. Allir voru þeir í hlutastarfi og sinntu útburði á dagblöðum. Flestum verður þó boðið aftur starf. 3.2.2023 14:35
261 sagt upp í hópuppsögnum í janúar Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í janúar þar sem 261 starfsmanni var sagt upp störfum. 3.2.2023 13:18
Vilja kanna arðsemi jarðganga eða vegskála á Hellisheiði Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Árborg hafa lagt til að sveitarfélagið hafi forgöngu um að unnin verði skýrsla um mat á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun vegna jarðganga eða vegskála undir Hellisheiði. 3.2.2023 09:30
Reikna með hviðum að 45 metrum undir Eyjafjöllum og Kjalarnesi Gert er ráð fyrir snörpum hviðum allt að 40 til 45 metra á sekúndu í suðaustanátt undir Eyjafjöllum og á utanverðu Kjalarnesi nærri hádegi í dag. 3.2.2023 08:49
Gengur í hvassviðri eða storm Þó að það sé tiltölulega rólegt veður á landinu nú morgunsárið þá varir það ekki lengi. Það mun ganga í suðaustan og sunnan hvassviðri eða storm þegar líður á daginn. Órólegt veður er í kortunum. 3.2.2023 06:58
Miðnæturopnunin „krefjandi“ og kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir Lenging opnunartíma Laugardalslaugar í Reykjavík á fimmtudögum hefur reynst kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Þá hefur yngra fólk helst nýtt sér miðnæturopnunina og hefur það oft reynst krefjandi fyrir starfsfólk laugarinnar að ráða við aðstæður. Ekki er fjármagn til að halda miðnæturopnuninni áfram. 3.2.2023 06:39
Reyndi að hlaupa undan lögreglu eftir fíkniefnaakstur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann hafði reynt að hlaupa undan lögreglu eftir að hafa verið stöðvaður. 3.2.2023 06:12
Von á stormi á morgun og fleiri gular viðvaranir gefnar út Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir landið allt á morgun vegna suðaustan hvassviðris eða storms. Gular viðvaranir eru nú í gildi eða hafa verið gefnar út fyrir landið allt. 2.2.2023 10:42