varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Djúp lægð skellur á landið eftir há­degið

Ört dýpkandi lægð nálgast nú landið úr suðvestri og má því reikna með vaxandi austanátt, 18 til 25 metrum á sekúndu síðdegis og víða snjókoma. Hvassara verður syðst á landinu fram á kvöld með talsverðri ofankomu.

Odd­viti tekur við verk­efnum sveitar­stjórans eftir upp­sögn

Gerði Sigtryggsdóttur, oddvita sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, hefur verið falið að taka tímabundið við starfi sveitarstjóra þar til nýr hefur verið ráðinn í starfið. Jón Hrói Finnsson, sem tók við starfi sveitarstjóra síðasta sumar, lagði á dögunum fyrir sveitarstjórn uppsagnarbréf sitt.

Arnar Már skipaður nýr ferða­mála­stjóri

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur skipað Arnar Má Ólafsson til að gegna embætti ferðamálastjóra. Hann tekur við stöðunni af Skarphéðni Berg Steinarssyni.

Hæsti­réttur hafnar beiðni að­gerðar­sinna

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Elínborgar Hörpu- og Önundarburs, aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks, um að taka fyrir dóm Landsréttar frá í nóvember síðastliðinn þar sem Elínborg var dæmt í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þrjú brot.

Vest­læg átt og sums staðar stormur

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag, hvassviðri og sums staðar stormi. Reikna má með slydduéljum eða éljum en dregur svo úr ofankomu þegar líður á daginn.

Fiski­kóngurinn harð­orður: Skellir í lás við Höfða­bakka

Fiskbúð Fiskikóngsins við Höfðabakka í Reykjavík verður skellt í lás á morgun. Kristján Berg, eða Fiskikóngurinn líkt og hann er jafnan nefndur, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að um þung spor sé að ræða enda sé um að ræða eina elstu starfandi fiskbúð landsins.

Guð­rún tekur við af Frið­jóni hjá KOM eftir sam­einingu

KOM ráðgjöf og auglýsinga- og almannatengslastofan Ampere hafa sameinast og munu fyrirtækin starfa undir merkjum KOM ráðgjafar. Guðrún Ansnes, annar eigenda Ampere, tekur við sem framkvæmdastjóri KOM af Friðjóni R. Friðjónssyni sem gegnt hefur stöðunni síðastliðin níu ár.

Sjá meira