varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Suð­lægar áttir og vætu­samt í dag og á morgun

Suðlægar áttir verða ríkjandi með nokkuð vætusömu veðri bæði í dag og á morgun, einkum sunnan og vestantil. Þó má einnig gera ráð fyrir rigningu norðaustantil seint í dag og fram eftir kvöldi.

Al­var­legt bíl­slys á Mýrum

Alvarlegt bílslys varð á Snæfellsnesvegi á þriðja tímanum í dag. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út og lokað fyrir umferð á veginum í báðar áttir. Um er að ræða veginn frá Borgarnesi upp á Snæfellsnes.

Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn

Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi.

Renni­braut verði komin upp í Dals­laug í vor

Reiknað er með að vatnsrennibraut verði komin upp í Dalslaug í Úlfarsárdal næsta vor. Borgarfulltrúi segir að með þessu sé verið að svara ákalli íbúa en upphaflegar áætlanir gerðu ekki ráð fyrir að rennibraut yrði í lauginni sem opnaði í desember á síðasta ári.

Fundu fjölda­gröf með fjögur hundruð líkum í Izyum

Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins.

Sjá meira