Ráðuneytið spyrst fyrir um aðkomu Jóns Björns að ráðningu á sjálfum sér Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi mánaðar þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn Hákonarsonar í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið segir það vera álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, í þessu tilviki Jóni Birni, sé heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. 12.9.2022 15:06
Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12.9.2022 13:11
Viðræður leiðtoga hægriflokka hafnar Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, og Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, sátu saman hádegisverðarfund á skrifstofum Moderaterna í Stokkhólmi í dag. Sænskir fjölmiðlar segja viðræður hægriflokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar vera hafnar. 12.9.2022 12:43
Hækka gjald á áfengi og tóbak Gert er ráð fyrir að hækka gjald á áfengi og á tóbak sem selt er í tollfrjálsum verslunum, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili sér í tekjum fyrir ríkissjóð upp á 700 milljónir króna. 12.9.2022 10:15
Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12.9.2022 09:21
Rithöfundurinn Javier Marias fallinn frá Spænski rithöfundurinn og þýðandinn Javier Marias er látinn, sjötugur að aldri. Meðal þekktra bóka eftir Marias má nefna þríleikinn Tu rostro mañana, eða Andlit þitt á morgun, og bókina Ástir sem kom út á íslensku fyrir um tíu árum síðan. 12.9.2022 08:05
Munar einu þingsæti þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða Hægri blokkin í sænskum stjórnmálum fær 175 þingsæti en vinstri blokkin 174 samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag. 12.9.2022 07:41
Milt í veðri og hiti að sautján stigum Veðurstofan spáir fremur rólegu veðri framundan og þar sem reikna má með sólarglennum í flestum landshlutum. 12.9.2022 07:06
Karl og Kamilla heilsuðu upp á fólkið fyrir utan Buckingham-höll Karl Bretakonungur og Kamilla, eiginkona hans, heilsuðu upp á fólk sem hafði safnast saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum um klukkan 13. 9.9.2022 13:49
Hæsta tré ársins hlýtur titilinn „Tré ársins“ Skógræktarfélag Íslands hefur tilnefnt hæsta tré landsins til heiðurstitilsins „Tré ársins“ hjá félaginu þetta árið. Um er að ræða Sitkagreni í Skógarlundi við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri, sem er um þrjátíu metrar að hæð. 9.9.2022 13:30