Hiti allt að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Veðurstofan spáir mildu og rólegu veðri næstu daga. Víða verður hæg breytileg átt í dag og léttskýjað, en sums staðar þokubakkar við ströndina. 5.9.2022 07:12
Grunaður um að hafa nauðgað eiginkonu sinni í bíl Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. september fyrir að hafa meðal annars ógnað eiginkonu sinni með hníf og nauðgað henni í bíl sem lagður var á malarsvæði. Maðurinn hefur einnig verið ákærður fyrir eignaspjöll og líkamsárásir. 2.9.2022 14:55
Gestur tekur við af Rúnari hjá PCC BakkiSilicon Gestur Pétursson, fyrrverandi forstjóri Veitna og Elkem, hefur verið ráðinn nýr forstjóri PCC BakkiSilicon. Hann tekur við starfinu af Rúnari Sigurpálssyni sem mun halda áfram störfum fyrir PCC samstæðuna og einbeita sér að þróunarverkefnum á Íslandi. 2.9.2022 14:36
Guðrún ráðin forseti Gray Line Worldwide Guðrún Þórisdóttir, sölu- og markaðsstjóri Gray Line á Íslandi, hefur verið ráðin í starf forseta Gray Line Worldwide. 2.9.2022 13:55
Söguganga þar sem níutíu ár eru liðin frá fyrstu útförinni í Fossvogskirkjugarði Níutíu ár eru í dag liðin frá því fyrstu útförinni í Fossvogskirkjugarði og að garðurinn var þar með tekinn í notkun. Í tilefni þessa verður boðið upp á sögugöngu næstkomandi sunnudag klukkan 14:30 þar sem Stefán Pálsson sagnfræðingur mun leiða gesti um gerðinn og gera grein fyrir sögu kirkjugarðsins og völdum minningarmörkum. 2.9.2022 13:31
Engar hópuppsagnir í ágúst Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í núliðnum ágústmánuði. 2.9.2022 12:48
Fresta vaxtahækkunum þar sem gleymdist að tilkynna viðskiptavinum Arion banki hefur ákveðið að vaxtahækkun óverðtryggðra neytendalána með breytilegum vöxtum sem taka átti gildi 29. júlí síðastliðinn muni ekki taka gildi fyrr en 25. september næstkomandi. Þetta sé vegna þess að bankanum hafi misfarist að tilkynna viðskiptavinum um breytinguna með beinum hætti. 2.9.2022 12:02
Gámur eyðilagðist á Reykjanesbraut Hreinsunarstarf stendur nú yfir á Reykjanesbraut eftir að gámur, sem verið var að flytja á palli vörubíls, hafnaði undir brúnni milli Smiðjuhverfisins og Staldursins í Reykjavík. 2.9.2022 10:39
Samræmdum prófum slaufað og „Matsferill“ kemur í þeirra stað Samræmd könnunarpróf í grunnskóla verða ekki lögð fyrir á þessu skólaári og fram til ársins 2024. Í stað prófanna verður unnið með svokallaðan „Matsferil“, nýtt samræmt námsmat, sem mun leysa samræmdu prófin af hólmi. 2.9.2022 10:11
Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2.9.2022 09:00