Öflugur úrkomubakki fylgir lægð sem nálgast nú landið Lægð er nú stödd fyrir austan land og þokast miðja hennar nú til norðvesturs í átt að Langanesi. Lægðinni fylgir öflugur úrkomubakki og úr honum mun rigna norðan- og austanlands í dag og útlit er fyrir talsverða eða mikla úrkomu á Tröllaskaga og á Norðurlandi eystra. 25.8.2022 07:24
Ríkislögreglustjórinn hættir í kjölfar morðsins á Shinzo Abe Ríkislögreglustjóri Japans, Itaru Nakamura, hefur ákveðið að láta í störfum og þannig axla ábyrgð á því að lögreglu hafi ekki tekist að koma í veg fyrir að forsætisráðherrann Shinzo Abe hafi verið ráðinn af dögum í júlí síðastliðinn. 25.8.2022 07:15
Konráð til aðstoðar SA í kjaraviðræðunum framundan Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis, hefur tímabundið verið ráðinn sem efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins í aðdraganda komandi kjarasamningsgerðar. Hann mun jafnframt taka sæti í samninganefnd SA. 24.8.2022 15:22
Vetraráætlunin á pari við þá sem var fyrir faraldur Vetraráætlun Icelandair er nokkurn veginn á pari af því framboði sem var veturinn 2019 til 2020, fyrir heimsfaraldur. Mest er tíðni flugferða félagsins til Kaupmannahafnar, London, New York og Boston. 24.8.2022 10:16
Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24.8.2022 09:30
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 24.8.2022 08:30
Forsætisráðherra Taílands vikið tímabundið úr embætti Æðsti dómstóll Taílands hefur tilkynnt að forsætisráðherranum Prayuth Chan-ocha hafi verið vikið tímabundið úr embætti. 24.8.2022 07:51
Diljá ráðin hagfræðingur SAF Samtök ferðaþjónustunnar hafa ráðið Diljá Matthíasardóttur í starf hagfræðings samtakanna og hefur hún þegar hafið störf. 24.8.2022 07:26
Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna. 24.8.2022 07:20
Sirrý nýr framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Hornsteini Sigríður Ósk Bjarnadóttir, Sirrý, hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri umhverfismála hjá eignarhaldsfélaginu Hornsteini ehf. og kemur til með að leiða umhverfis- og gæðasvið félagsins. 23.8.2022 15:02