Slökktu í alelda húsbíl við Hvaleyrarvatn Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um klukkan hálf tvö í nótt vegna elds sem hafði komið upp í húsbíl skammt frá Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði. 8.7.2022 07:30
Hæg vestanátt og skúrir en allhvasst austanlands Veðurstofan spáir vestanátt, þremur til átta metrum á sekúndu, og víða stöku skúrum í dag. Hins vegar verður allhvöss norðvestanátt um landið austanvert og rigning með köflum norðaustantil fram að hádegi. 8.7.2022 07:16
Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, lífeyrismálaráðherra, George Freeman, vísindamálaráðherra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu. 7.7.2022 07:23
Hákon ráðinn nýr þjóðgarðsvörður Hákon Ásgeirsson hefur verið ráðinn þjóðgarðsvörður í Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. 7.7.2022 06:52
Framkvæmdastjóri OPEC látinn Mohammad Barkindo, framkvæmdastjóri Samtaka olíuframleiðsluríkja, OPEC, er látinn, 63 ára að aldri. Nígeríumaðurinn Barkindo hafði gegnt stöðunni frá árinu 2016, en hann hugðist láta af störfum síðar í þessum mánuði. 6.7.2022 07:38
Fleiri mótfallin en fylgjandi innflutningi á landbúnaðarvörum Fleiri eru mótfallin frjálsum innflutningi á landbúnaðarvörum en fylgjandi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir Fréttablaðið. 6.7.2022 06:21
Hyggst leggja fram frumvarp um svæðisskiptingu á kvóta strandveiða Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi í haust um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. 6.7.2022 06:12
Áttatíu ár liðin frá mesta sjóslysi við Íslandsstrendur Áttatíu ár eru í dag liðin frá mesta sjóslysi við Íslandsstendur þegar um 240 manns fórust við það að skipalestin QP-13 sigldi í þoku inn í belti tundurdufla sem hafði verið lagt til varnar óvinaskipum norður af Aðalvík á Vestfjörðum. 5.7.2022 14:58
Tilkynnt um eina hópuppsögn í júní Tilkynnt var um eina hópuppsögn til Vinnumálastofnunar í júní þar sem 39 starfsmönnum var sagt upp störfum í opinberri stjórnsýslu vegna flutninga á starfsemi milli stofnana. 5.7.2022 14:11
Unnur Valborg ráðin sveitarstjóri í Húnaþingi vestra Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ráðið Unni Valborgu Hilmarsdóttur í starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára. 5.7.2022 13:40