varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hæg vestan­átt og skúrir en all­hvasst austan­lands

Veðurstofan spáir vestanátt, þremur til átta metrum á sekúndu, og víða stöku skúrum í dag. Hins vegar verður allhvöss norðvestanátt um landið austanvert og rigning með köflum norðaustantil fram að hádegi.

Fjöldi ráðherra segir af sér til viðbótar

Enn berast fréttir af afsögnum ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, en Brandon Lewis, ráðherra í málefnum Norður-Írlands og Helen Whatley, aðstoðarráðherra í fjármálaráðuneytinu, tilkynntu um afsagnir sínar nú í morgun. Guy Opperman, líf­eyris­mála­ráð­herra, George Freeman, vísinda­mála­ráð­herra, Chris Philp, tæknimálaráðherra, Damian Hinds, öryggismálaráðherra, og James Cartlidge, ráðherra málefna dómstóla, bættust síðan í hópinn rétt í þessu.

Fram­kvæmda­stjóri OPEC látinn

Mohammad Barkindo, framkvæmdastjóri Samtaka olíuframleiðsluríkja, OPEC, er látinn, 63 ára að aldri. Nígeríumaðurinn Barkindo hafði gegnt stöðunni frá árinu 2016, en hann hugðist láta af störfum síðar í þessum mánuði.

Til­kynnt um eina hóp­upp­sögn í júní

Tilkynnt var um eina hópuppsögn til Vinnumálastofnunar í júní þar sem 39 starfsmönnum var sagt upp störfum í opinberri stjórnsýslu vegna flutninga á starfsemi milli stofnana.

Sjá meira