Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28.6.2022 07:27
Víða skýjað og væta og hiti að sautján stigum Veðurstofan spáir norðlægri eða breytilegri átt í dag og á morgun. Víða verður skýjað og sums staðar væta, en lengst af þurrt um landið vestanvert. 28.6.2022 07:14
Yngsta fórnarlambið þrettán ára Yngsta fórnarlambið í hópi þeirra sem fundust látin á veitingastað í Austur-London í Suður-Afríku um helgina var þrettán ára. Alls fannst 21 maður látinn á Enyobeni Tavern aðfaranótt sunnudagsins, en hin látnu lágu ýmist á borðum eða á gólfi staðarins. 27.6.2022 22:00
Fjöldi sjálfsvíga 2021 svipaður og síðustu ár Alls sviptu 38 manns sig lífi á Íslandi á árinu 2021, eða 10,2 á hverja 100 þúsund íbúa. Fjöldinn er áþekkum þeim á síðustu árum, en að meðaltali voru 38 sjálfsvíg á ári síðustu fimm árin, 2017 til 2021, eða 10,7 á hverja 100 þúsund íbúa. 27.6.2022 15:04
Kristín Rut ráðin útibússtjóri í Hafnarfirði Kristín Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin útibússtjóri Landsbankans í Hafnarfirði. 27.6.2022 14:18
Lögregla leitar manns Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir að ná tali af manni sem birtist á myndum sem fylgja fréttinni og má sjá að ofan. 27.6.2022 14:12
Skapari grænlenska fánans fallinn frá Grænlenski listamaðurinn og þingmaðurinn fyrrverandi, Thue Christiansen, er látinn, 82 ára að aldri. Christiansen hannaði grænlenska fánann sem samþykktur var árið 1985. 27.6.2022 14:07
Lára nýr forstöðumaður hjá Creditinfo Lára Hannesdóttir hefur tekið við sem forstöðumaður Vöru- og verkefnastýringar Creditinfo á Íslandi. 27.6.2022 09:10
Nafngreina mennina sem létust í árásinni í Osló Lögregla í norsku höfuðborginni Osló hefur birt nöfn mannanna tveggja sem létust í skotárásinni aðfararnótt laugardagsins. Mennirnir sem létust hétu Kaare Arvid Hesvik, sextíu ára að aldri, og Jon Erik Isachsen, 54 ára. 27.6.2022 08:52
„Frá Sviss“ hverfur af umbúðum Toblerone Toblerone-súkkulaði hefur alla tíð einungis verið framleitt í Sviss, en framleiðandinn hyggur nú á opnun nýrrar verksmiðju í Slóvakíu. Svissnesk lög kveða á um að vegna þessa þurfi nú að breyta því sem stendur á umbúðunum. 27.6.2022 08:31