Sekta Orkusöluna vegna flutninga viðskiptavina til sín án samþykkis Neytendastofa hefur sektað Orkusöluna um 400 þúsund krónur fyrir að hafa flutt viðskiptavini annars fyrirtækis yfir til sín án þess að fyrir lægi samþykki þeirra. Auk þess var upplýsingagjöf Orkusölunnar til nýrra viðskiptavina talin vera brot gegn góðum viðskiptaháttum. 22.6.2022 10:19
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtahækkunina Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um eina prósentu og eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, því 4,75 prósent. 22.6.2022 09:12
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,75 prósent, en þetta er önnur ákvörðun nefndarinnar í röð þar sem stýrivextir eru hækkaðir um heila prósentu. 22.6.2022 08:31
Skólabyggingin í Uvalde verður rifin Bæjarstjórinn í Uvalde, bænum þar sem byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara á dögunum, segir að skólinn þar sem ódæðið var framið verði rifinn. 22.6.2022 07:45
Fimm ára drengur lést af völdum voðaskots á Grænlandi Fimm ára drengur lést af völdum voðaskots í Paamiut á suðvesturströnd Grænlands síðdegis á mánudaginn. Lögregla segir að um hörmulegt slys hafi verið að ræða. 22.6.2022 07:31
Hiti að fimmtán stigum og hlýjast suðaustantil Veðurstofan spáir vestan átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag, skúrum á sunnanverðu landinu. Það snýst svo í norðlæga átt norðantil með rigningu. 22.6.2022 07:13
Svikapóstar sendir á Símnetnetföng í nafni Borgunar Mikið álag hefur verið á þjónustuveri SaltPay síðustu daga vegna símtala frá fólki sem hefur fengið tölvupósta og skilaboða frá svikahröppum. Ábendingarnar sem borist hafa síðustu daga nema hundruðum og hafa þær að stórum hluta borist frá fólki með netföng sem enda á @simnet.is. 21.6.2022 14:58
Leita að stóru húsnæði fyrir ýmsar stofnanir ríkisins Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir leitar nú að átta til tuttugu þúsund fermetra skrifstofuhúsnæði miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu til leigu fyrir ýmsar stofnanir ríkisins. 21.6.2022 14:37
Fyrrverandi hljómborðsleikari Fleetwood Mac látinn Brett Tuggle, fyrrverandi hljómborðsleikari sveitarinnar Fleetwood Mac og liðsmaður David Lee Roth Band, er látinn, sjötugur að aldri. Hann lést af völdum krabbameins. 21.6.2022 13:04
Hans Enoksen lætur af formennsku Grænlenski stjórnmálamaðurinn Hans Enoksen hefur ákveðið að láta af formennsku í flokknum Naleraq. 21.6.2022 11:18