Sjálfstæðismenn í viðræður við N-lista um nýjan meirihluta í Rangárþingi eystra Sjálfstæðismenn í Rangárþingi eystra ætla að hefja formlegar viðræður um meirihlutasamstarf við N-lista Nýja óháða listans. 16.5.2022 14:14
Munaði tveimur atkvæðum á Framsókn og Nýju afli í Húnaþingi vestra Listi Framsóknarflokksins og annarra framfarasinna hlaut flesta fulltrúa kjörna, eða þrjá, í kosningum til sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra, í kosningunum á laugardag. Listar Nýs afls (N) og Sjálfstæðisflokksins (D) hlutu báðir tvo fulltrúa kjörna. 16.5.2022 13:48
Hlutkesti skilaði Jóni Inga í sveitarstjórn í Tálknafirði Óbundnar kosningar til sveitarstjórnar í Tálknafjarðarhreppi fóru fram á laugardaginn sem þýðir að allir íbúar voru í framboði. Jóhann Örn Hreiðarsson hlaut flest atkvæði, en hlutkesti réði ríkjum hver tók fimmta sætið í nýrri sveitarstjórn. 16.5.2022 13:09
Ný sýn hélt meirihluta sínum í Vesturbyggð N-listi Nýrrar sýnar hélt meirihluta sínum í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru á laugardag. Listinn fékk fjóra menn kjörna líkt og í kosningunum 2018, og D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra þrjá kjörna. 16.5.2022 12:53
Jón Páll áfram bæjarstjóri þrátt fyrir valdaskiptin Jón Páll Hreinsson verður endurráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík þrátt fyrir að Sjálfstæðismenn hafi misst meirihlutann í bæjarstjórn. K-listi Máttar meyja og manna bættu við sig manni og náðu inn fjórum mönnum af sjö í bæjarstjórn í kosningunum um helgina. 16.5.2022 11:52
Þorgeir sneri aftur til Strandabyggðar og vann sigur T-listi Strandabandalagsins vann sigur í sveitarstjórnarkosningum í Strandabyggð á laugardaginn. Oddviti listans er Þorgeir Pálsson, fyrrverandi sveitarstjóri Standabyggðar, sem var sagt upp í apríl 2020. 16.5.2022 11:24
Mun byrja á því að ræða við Rósu Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði, segir að Framsóknarmenn muni fyrst eiga viðræður við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar og oddvita Sjálfstæðismanna, í vikunni um hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi meirihlutasamstafi flokkanna í bæjarstjórn. 16.5.2022 08:11
Hefja meirihlutaviðræður á Akureyri Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur munu hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í sveitarstjórn bæjarins. 16.5.2022 07:46
Stærsti skjálftinn 3,0 að stærð í nótt Heldur rólegra var um að litast á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í nótt eftir ákafa hrinu á Reykjanesskaga síðustu dag sem olli því að lýst var yfir óvissustigi Almannavarna. 16.5.2022 07:28
Austan strekkingur en víða þurrt og bjart Veðurstofan spáir austan- og suðaustanátt í dag, strekkingi eða allhvössu syðst, en annars talsvert hægari vindur. 16.5.2022 07:15