443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 443 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 23.12.2021 10:58
Gengur upp og niður með um klukkutíma löngum þyrpingum Jarðskjálftavirknin í og við Fagradalsfjall hefur gengið upp og niður með um klukkutíma löngum þyrpingum á nokkurra klukkustunda fresti. Vísindamenn eru sammála um að ekki sé hægt að útiloka að kvika gæti komist upp á yfirborð með skömmum fyrirvara. 23.12.2021 10:16
Egill Skúli Ingibergsson er fallinn frá Egill Skúli Ingibergsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og rafmagnsverkfræðingur, er látinn, 95 ára að aldri. Hann var ráðinn borgarstjóri Reykjavíkur árið 1978 eftir að vinstriflokkar mynduðu meirihluta í borginni og gegndi hann stöðunni til 1982. 23.12.2021 08:25
Skeljungur stefnir að sölu fasteigna fyrir 8,8 milljarða Fasteignafélagið Kaldalón mun kaupa þrettán fasteignir af Skeljungi fyrir tæpa sex milljarða króna. Þá hefur Skeljungur samþykkt viljayfirlýsingar um sölu á fimm fasteignum til annarra aðila og á sömuleiðis í viðræðum um sölu á einni fasteign til viðbótar. Gangi öll viðskiptin eftir nemur áætlað söluvirði umræddra fasteigna 8.788 milljónum króna. 23.12.2021 07:57
Bjart og þurrt veður á vestanverðu landinu Veðurstofan spáir austlægri eða breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu í dag, en austan strekkingur við suðurströndina. Skýjað og dálítil él austantil, en bjart og þurrt á vestanverðu landinu. 23.12.2021 07:12
Stúfur mælist í fyrsta sinn vinsælastur jólasveinanna Stúfur mælist nú í fyrsta sinn vinsælasti jólasveinninn í könnunum MMR, en fyrirtækið hefur kannað afstöðu landsmanna til bræðranna frá árinu 2015. Þvörusleikir nýtur minnstrar hylli. 22.12.2021 14:13
Björn tekur við af Jóni Davíð hjá Húrra Reykjavík Björn Þorláksson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Húrra eftir að Jón Davíð Davíðsson lét af störfum í byrjun desember eftir sjö ára starf. Björn hefur starfað hjá Húrra frá árinu 2015. 22.12.2021 14:00
Chitty Chitty Bang Bang-stjarnan Sally Ann Howes látin Enska leikkonan Sally Ann Howes, sem gerði garðinn grægan fyrir hlutverk sín í myndinni Chitty Chitty Bang Bang og leikritinu My Fair Lady, er látin, 91 árs að aldri. 22.12.2021 13:30
Hafþór ráðinn aðstoðarmaður Lilju Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Hann hefur þegar hafið störf. 22.12.2021 11:27
267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22.12.2021 10:57