Krefjast þess að ákvörðunin verði endurskoðuð Stjórn Vinstri grænna í Kópavogi hefur lýst furðu sinni á samþykktum sem gerðar voru nýlegar á fundi bæjarstjórnar í sveitarfélaginu er varða starfsemi menningarhúsa í bænum. Er þess krafist að ákvarðanirnar verði endurskoðaðar. 30.4.2023 09:19
Áframhaldandi næturfrost Búist er við áframhaldandi norðlægri átt í dag, átta til þrettán metrum á sekúndu en fimm til tíu metrum á sekúndu sunnanlands. Léttskýjað verður í dag en þykknar upp norðantil seinni partinn með stöku éli. 30.4.2023 08:15
Hryðjuverkamaður náðaður og yfirgaf fangelsið á hestbaki Hryðjuverkamaðurinn György Budaházy var meðal þeirra sem forseti Ungverjalands, Katalin Novák, náðaði á föstudag, nokkrum dögum fyrir heimsókn páfans til landsins. Yfirgaf hann fangelsið á hestbaki. 30.4.2023 08:10
Freyja gerð ódauðleg með styttu í Osló Reist hefur verið stytta af vandræðarostungnum Freyju í Osló, höfuðborg Noregs. Freyja var aflífuð í ágúst á síðasta ári vegna ágengni almennings og ferðamanna þar sem hún dvaldi á smábátabryggju nærri Osló. 30.4.2023 07:46
Reyndi að hindra störf sjúkraflutningamanna með því að halda í börur Einn var handtekinn í nótt eftir að hafa reynt að hindra lögreglu og sjúkraflutningamenn við störf í samkvæmi. Lögreglan hafði mætt á svæðið vegna meðvitundarlauss gests. 30.4.2023 07:21
Svona var tískusýning útskriftarnema LHÍ Í kvöld fór fram útskriftarsýning fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands (LHÍ). Þar sýndu þeir níu nemendur sem útskrifast í vor þann klæðnað sem þeir hafa hannað á skólaárinu. 29.4.2023 17:00
Lærði ensku til að geta skilið Backstreet Boys Sýrlensk-kanadíski rithöfundurinn Danny Ramadan er staddur hér á landi og fór á Backstreet Boys-tónleikana í gærkvöldi með forsetafrúnni Elizu Reid. Að sögn Elizu lærði Ramadan ensku til þess að geta skilið texta Backstreet Boys. 29.4.2023 14:00
Félagsmenn samþykktu verkfall Félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi samþykktu í dag að leggja niður störf í maí. 29.4.2023 12:27
Fallist á gæsluvarðhald yfir mönnunum Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem voru handteknir í tengslum við rannsókn á andláti konu í heimahúsi á Selfossi. Verða mennirnir í gæsluvarðhaldi til 5. maí næstkomandi. 29.4.2023 11:46
Myndaveisla: Backstreet Boys trylltu lýðinn í Laugardalnum Strákabandið Backstreet Boys hélt tónleika í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Fjöldi fólks var þar saman kominn og virtust allir vera að njóta í botn. 29.4.2023 10:58