Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rihanna fetar í fótspor Ladda

Barbadoska söngkonan Rihanna mun talsetja fyrir Strympu í nýrri mynd Paramount um Strumpana frá Strumpalandi. Hún fetar þar með í fótspor Katy Perry, Demi Lovato og Ladda sem talaði fyrir alla Strumpana í sjónvarpsþáttum um litlu bláu verurnar.

Sex­tíu prósent fleiri far­þegar en á sama tíma í fyrra

Rekstrartekjur Icelandair námu 33,3 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2023. Jukust þær um 47 prósent milli ára. Félagið tapaði sjö milljörðum króna á ársfjórðungnum en veðurtengdar raskanir höfðu neikvæð áhrif á afkomuna. 

Eyjólfur Árni vill halda á­fram sem formaður SA

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku samtakanna. Eyjólfur hefur verið formaður síðastliðin sex ár.

„Þetta er að verða þjóð­hags­lega mikil­vægt fyrir­tæki“

Flugfélagið Play hefur verið í mikilli sókn síðustu mánuði og hefur verið að vaxa á gríðarlegum hraða. Ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt í dag en tekjur félagsins tæplega fjórföldust á einu ári. Forstjóri félagsins segist skíthræddur um að félagið vaxi of hratt, en þó er vel passað upp á að það gerist ekki. 

Nakinn leigu­sali ekki lög­mæt for­senda leigu­lækkunar

Að mati dómstóls í Þýskalandi er það ekki lögmæt forsenda til leigulækkunar að leigusalinn eigi það til að fara allsber í sólbað í garðinum. Fyrirtæki sem leigði hæð í húsi mannsins neitaði að borga leigu vegna athæfisins. 

Vísa fullyrðingum BSRB um mis­rétti á bug

Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) vísar fullyrðingum BSRB um misrétti í launum milli starfsfólks sem heyra undir kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands annars vegar og bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hins vegar á bug.

John Stamos lét reka Olsen-tvíburana því þær grétu svo mikið

Leikarinn John Stamos segist hafa látið reka Ashley og Mary-Kate Olsen úr þáttunum Full House þegar þær voru ellefu mánaða gamlar því þær hafi grátið svo mikið. Þær voru þó ráðnar aftur nokkrum dögum síðar þar sem staðgenglar þeirra grétu enn meira. 

Sjá meira