Nafn mannsins sem lést í Ásahreppi Karlmaðurinn sem lést eftir að hafa klemmst við vinnu við dráttarvél á sveitabýli í Ásahreppi hét Guðjón Björnsson. Hann var fæddur árið 1983 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Haldin var bænastund í hreppnum í gær. 20.3.2023 15:24
Cocoa Puffs ekki að hverfa þrátt fyrir mikla verðlækkun Cocoa Puffs er ekki að hverfa úr hillum verslana landsins þrátt fyrir að margar þeirra bjóði upp á kassa af morgunkorninu á einungis 99 krónur. Viðtökurnar reyndust ekki jafn sterkar í byrjun og vonast var eftir en morgunkornið er þó komið til þess að vera. 20.3.2023 15:13
Tvær nýjar í framkvæmdastjórn Genís Líftæknifyrirtækið Genís hefur ráðið til sín tvo nýja framkvæmdastjóra sem hefja störf á næstu mánuðum. 20.3.2023 13:01
Mönnunum sleppt úr haldi Mönnunum tveimur sem handteknir voru eftir að karlmaður fannst látinn í húsi í Þingholtunum hefur verið sleppt úr haldi. Er það mat lögreglu að þeir hafi ekki átt þátt í dauða mannsins. 20.3.2023 11:46
Hjálpar fólki að missa ekki af strætó Á vefsíðunni seinn.is geta notendur séð hvar strætisvagn þeirra er staddur og hversu langt er í hann. Fjölmargir nota síðuna á hverjum degi til þess að sjá til þess að missa ekki af vagninum sínum. 20.3.2023 11:02
Hefja gjaldtöku við Jökulsárlón í sumar Stefnt er að því að hefja gjaldtöku við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þjóðgarðsvörður á svæðinu segir það vera löngu tímabæra aðgerð en fjármunirnir verða nýttir í viðhald á svæðinu og fleira. 20.3.2023 10:26
Ætlaði að opna fyrir bankandi gesti en var bitinn af krókódíl Karlmaður í Flórída-fylki í Bandaríkjunum var bitinn af krókódíl í lærið er hann opnaði útidyrahurð sína eftir að hafa heyrt þar bank. Hann hlaut ekki lífshættulega áverka. 20.3.2023 09:09
Veðrið veldur því að fleiri fá straum en áður Þurrt og kalt veður veldur því að fólk fær í miklu mæli straum þegar það snertir málma eða raftæki þessa dagana. Rakastiginu fer hækkandi um helgina að sögn veðurfræðings. 16.3.2023 23:37
„Þetta var ekkert Latabæjar-snappið“ Kristmundur Axel Kristmundsson og Júlí Heiðar Halldórsson munu á næstunni gefa út sitt annað lag saman eftir að hafa slegið í gegn með lagið Komdu til baka árið 2010. Í þættinum Veislan á FM957 ræddu þeir um nýja lagið og síðustu ár. 16.3.2023 22:47
Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16.3.2023 21:21