Stríðsárasafnið verður ekki opnað í sumar Stríðsárasafnið á Reyðarfirði verður ekki opnað í sumar með þeim hætti sem hefur verið undanfarin ár vegna tjóns sem varð á húsakosti safnsins síðastliðið haust og uppgötvaðist í byrjun árs. Þó hafa engar skemmdir orðið á sýningarmunum safnsins. 13.3.2023 17:36
Fyrrverandi sambýlishvalur Keiko er dauður Háhyrningurinn Kiska, sem deildi tanki með Keiko þegar þeir dvöldu hér á landi, er dauður, 47 ára að aldri. Hann var oft þekktur sem „Mest einmana hvalur í heimi“ en Kiska bjó ein frá því árið 2011 til hennar dauðdaga. 10.3.2023 23:56
Réttarhöldum yfir meintum þjóðarmorðingja frestað Réttarhöldum yfir Félicien Kabuga við Stríðsglæpadómstólinn í Haag var í dag frestað þar sem lögmenn hans segja hann vera með elliglöp. Kabuga er sagður hafa hvatt til þjóðarmorða gegn Tútsis-þjóðflokknum í Rúanda. 10.3.2023 23:41
Fólksbíll og flutningabíll í árekstri við Hólmsá Bílslys varð á brúnni yfir Hólmsá í Reykjavík í kvöld. Fólksbíll og flutningabíll sem var að koma úr gagnstæðri átt skullu þá saman. 10.3.2023 22:44
Stjörnum prýdd auglýsing Mottumars Ný auglýsing Mottumars var frumsýnd í kvöld. Margir af frægustu leikurum, tónlistarmönnum og grínistum landsins birtast í myndbandinu en slagorð herferðarinnar í ár er „Ekki humma fram af þér heilsuna“. 10.3.2023 22:33
Missti son sinn út af Basic Instinct Leikkonan Sharon Stone segist hafa misst forræði yfir syni sínum í forræðisdeilu vegna atriðis í kvikmyndinni Basic Instinct. Hún segir áreitið eftir að myndin kom út hafa verið gífurlegt. 10.3.2023 22:02
Jóhannes og Kristmundur nýir í stjórn Samtakanna '78 Á aðalfundi Samtakanna '78 sem fram fór í dag var kosið í þrjú sæti. Jóhannes Þór Skúlason og Kristmundur Pétursson koma nýir inn í stjórnina en Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir var endurkjörin. Þá var Álfur Birkir Bjarnason endurkjörinn formaður. 10.3.2023 21:02
Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. 10.3.2023 20:45
Vill ekki deila „kven-bálkesti“ sínum með blásaklausum Ragnari Formaður Eflingar segir formann VR ekki eiga neinn heiður af ákvarðanatökum hennar eða fyrirætlunum sem formaður félagsins. Sem kvenréttindakona krefst hún þess að hætt verði að reyna að klína ábyrgð hennar á menn úti í bæ. 10.3.2023 19:30
Nálgast markmiðið óðfluga Þrír vinir ætla að hjóla, skíða og róa 350 kílómetra í Grafarholtinu næstu 24 tímana. Einn þeirra segir þá félagana ekki ætla að hætta nema eitthvað klikki, þó sé þunn lína á milli þrjósku og heimsku. Hann óttast mest hvað gerist við gripin á höndunum. Hægt verður að fylgjast með þeim félögum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. 10.3.2023 18:55