Blés snjó af einni gangstétt yfir á aðra Íbúi í Grafarholti náði því á myndband þegar snjóblásari blés snjó af gangstétt stuttu frá húsi hennar. Snjórinn lenti hins vegar á annarri gangstétt, nær íbúð hennar, sem hún hafði handmokað sjálf tveimur dögum áður. 20.12.2022 00:02
Einnar nætur norðurljósastopp orðið að óvissudvöl í fjöldahjálparstöð Tveir erlendir ferðamenn sem höfðu ætlað sér að dvelja á Íslandi í eina nótt eru nú fastir í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau segja góðvild Íslendinga vera mun meiri en þau þorðu að vona. 19.12.2022 23:20
Öllu Evrópuflugi í fyrramálið með Icelandair aflýst Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi til Evrópi í fyrramálið. Dagflugi til Tenerife, Las Palmas og Boston hefur verið seinkað. Veðurspár benda til að svipaðar aðstæður gætu skipast á morgun og í dag þegar ekki tókst að halda Reykjanesbrautinni opinni. 19.12.2022 22:31
Þyrlan lenti á hringtorgi í Hveragerði Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að lendi á hringtorgi rétt fyrir utan Hveragerði fyrr í dag. Hjálparsveit skáta aðstoðaði við að flytja einstaklinginn í átt að hringtorginu. 19.12.2022 19:14
Eldur í bíl við Furugrund Eldur kviknaði í bíl við Furugrund í Kópavogi fyrir skömmu síðan. Aðrir bílar voru í hættu en slökkviliðsmönnum tókst að slökkva eldinn í tæka tíð. 19.12.2022 17:57
Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Reykjanesbraut hefur verið lokað og öllum flugferðum Icelandair til Evrópu í fyrramálið verið aflýst vegna veðurs. 19.12.2022 09:58
N1 selur Prime: Krakkarnir hringdu og spurðust fyrir fram á nótt Hinn vinsæli íþróttadrykkur Prime er komin í sölu á þremur bensínstöðvum N1, í Fossvogi, Lækjargötu í Hafnarfirði og Ártúnshöfða. Markaðsstjóri N1 reiknar með því að drykkirnir seljist upp á augabragði. 16.12.2022 12:28
Gæsluvarðhaldi yfir mönnum í hryðjuverkamáli hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði rétt í þessu að mennirnir sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka og aðild að skipulagningu hryðjuverka yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mönnunum var nýlega sleppt úr haldi eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í rúmar ellefu vikur. 16.12.2022 12:00
Eva Laufey tekur sæti í framkvæmdastjórn Hagkaups Eva Laufey Kjaran er nýr meðlimur framkvæmdastjórnar Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir líta björtum augum til framtíðarinnar. Eva hefur starfað sem markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups síðan í maí á þessu ári. 16.12.2022 11:20
Ingibjörg ráðin til Great Place to Work Ingibjörg Ýr Kalatschan hefur verið ráðin viðskiptastjóri hjá Great Place to Work (GPTW), alþjóðlegri stofnun um vinnustaðamenningu. Ingibjörg er nýflutt til Íslands eftir að hafa starfað erlendis og mun starfa hér fyrir GPTW. 16.12.2022 10:51