Takeoff skotinn til bana Bandaríski rapparinn Takeoff var skotinn til bana í Houston í Texas í dag. Fjöldi fólks hefur vottað rapparanum virðingu sína á samfélagsmiðlum í dag. 1.11.2022 10:53
Skjár 1 snýr aftur í formi streymisveitu Streymisveitan Skjár 1 hefur hafið göngu sína. Hægt er að horfa á sjónvarpsmyndir, kvikmyndir og barnaefni á nýju streymisveitunni. 1.11.2022 10:17
Edda til Akta Edda Guðrún Sverrisdóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur og regluvörður Akta sjóða. Edda kemur til Akta frá Kviku banka. 31.10.2022 16:57
Tóku málin í eigin hendur eftir brotthvarf Húsasmiðjunnar Byggingavöruverslunin Víkurkaup opnar á Dalvík á fimmtudaginn. Bæjarbúar voru byggingavöruverslunarlaus í tíu mánuði og fannst vera nóg komið. 31.10.2022 16:20
Leynd yfir sætaskiptingu á landsfundi í Laugardalshöll Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um helgina í Laugardalshöll. Mikil spenna er meðal meðlima flokksins enda fer formannskjör fram á sunnudeginum. Þá kemur í ljós hvort Bjarni Benediktsson fái að halda áfram að leiða flokkinn eða hvort Guðlaugur Þór Þórðarson steypi formanni til þrettán ára af stóli. 31.10.2022 15:45
Stór skjálfti í Bárðarbungu Stór skjálfti varð í Bárðarbungu rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. 31.10.2022 15:34
Sér eftir að hafa klínt sniglinum á Spán Erling Ólafsson skordýrafræðingur segist ósáttur með sjálfan sig fyrir að hafa tengt Spán við tegund snigla sem eru Spáni óviðkomandi. Spánarsnigilinn skal nú kalla vargsnigil. 31.10.2022 13:42
Íslandsbankaskýrslunni enn og aftur frestað Afhendingu á skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka hefur verið frestað á ný. Til stóð að afhenda skýrsluna fyrir helgi en ekkert verður úr því. 31.10.2022 12:40
Enginn hrekkjavökuhakkari á ferð Tölvuþrjótar bera ekki ábyrgð á óskýrum skilaboðum á auglýsingaskiltum borgarinnar. Einungis er um að ræða auglýsingaherferð sem verður útskýrð betur seinna í dag. 31.10.2022 12:19
Egill Ólafsson með Parkinsons Tónleikum Stuðmanna í Hörpu sem áttu að fara fram í þarnæstu viku hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að ástæða frestunarinnar séu veikindi söngvara Stuðmanna, Egils Ólafssonar. 31.10.2022 11:48