Falskar spár um heimsendi voru kornið sem fyllti mælinn Örn Svavarsson gekk úr söfnuði Votta Jehóva á þrítugsaldri. Hann segir kornið sem fyllti mælinn hafa verið fölsk spá um heimsendi. Hann segir söfnuðinn byggja einhverjar skoðanir sínar á hlutum sem eru alls ekkert í Biblíunni líkt og haldið er fram. 24.10.2022 20:30
Leslie Jordan er látinn Bandaríski leikarinn Leslie Jordan er látinn, 67 ára að aldri. Jordan lést í dag eftir bílslys í Hollywood. Hann var sjálfur að aka þegar banaslysið átti sér stað en talið er að hann hafi misst meðvitund við aksturinn og ekið á byggingu. 24.10.2022 20:14
Nýr framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins Maríjon Ósk Nóadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins. Maríjon hefur starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem lögfræðingur upp á síðkastið. 24.10.2022 19:01
Henry Cavill snýr aftur sem Superman Breski stórleikarinn Henry Cavill kemur til með að leika Clark Kent og ofurhetjuna Superman, í næstu kvikmynd um illmennið Black Adam. Cavill hefur ekki klætt sig í búninginn síðan árið 2017. 24.10.2022 17:29
Mjóddin má muna sinn fífil fegurri Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar hefur lagt til að ráðist verði í umbætur á strætóskiptistöðinni í Mjóddinni. Stöðin er sú fjölfarnasta á landinu. 22.10.2022 07:01
Reykjavíkurborg hunsi úthverfin þegar kemur að fegrun Tæplega sjötíu prósent af Fegrunarviðurkenningum Reykjavíkurborgar síðustu tíu ár hefur farið til lóða í Miðborginni eða Vesturbænum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins gagnrýnir að úthverfin séu oftar en ekki skilin eftir. Þau hafa fengið einungis tæp tíu prósent viðurkenninga. 21.10.2022 13:31
Arion hækkar vexti innlána og annarra útlána en íbúðalána Arion banki hefur hækkað vexti á innlánum og öllum útlánum fyrir utan íbúðalán. Hækkunin á kjörvöxtum tekur í gildi eftir þrjátíu daga en vextir yfirdráttarlána og innlána breytast á morgun. 21.10.2022 11:27
Gríðarleg aukning í ræktun kókaínrunna Ræktun á kókaínrunnum í Kólumbíu hefur aukist um 43 prósent samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Forseti landsins segir stríðið gegn eiturlyfjum vera tapað. 21.10.2022 07:58
Bróðir Jóns segir Ingu og Guðmund vera siðblind Þorsteinn Hjaltason, bróðir Jóns Hjaltasonar, segir Ingu Sæland og Guðmund Inga Kristinsson vera siðblind. Þorsteini finnst furðulegt að enginn hafi beðið bróður hans afsökunar. 21.10.2022 07:03
Tuttugu prósenta hlutur í Útvarpi sögu til sölu Arnþrúður Karlsdóttir stefnir á að selja tuttugu prósenta hlut í fjölmiðli sínum, Útvarpi sögu. Hún segir það vera erfitt að sjá um fyrirtækið ein. 21.10.2022 06:34