Fjórtán ára með falsað ökuskírteini Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær en rétt rúmlega klukkan tíu í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í Kópavogi. Ökumaður var beðinn um að sýna ökuskírteini en hann framvísaði fölsuðu skírteini. Ökumaðurinn er einungis fjórtán ára gamall og því að minnsta kosti þrjú ár í bílpróf en lögregla vann að málinu með aðkomu foreldra. 18.9.2022 07:27
Neyddust til að lenda vél Play í Kanada vegna flugdólgs Flugvél Play á leið frá Keflavíkurflugvelli til Baltimore í Bandaríkjunum þurfti að lenda í Sæludal á Nýfundnalandi í gær vegna farþega sem lét ófriðsamlega um borð. Maðurinn á von á kæru frá flugfélaginu. 17.9.2022 14:51
„Ofur-fellibylur“ stefnir í átt að Japan Jarðvísindastofnun Japan hefur óskað eftir því að íbúar á suðurhluta eyjunnar Kyushu yfirgefi heimili sín þar sem fellibylurinn Nanmadol stefnir þangað. Talið er að allt að hálfur metri af rigningu falli á svæðinu á sunnudaginn. 17.9.2022 13:47
Hiti færist í leikinn hjá Kirgisum og Tadsíkum Að minnsta kosti 24 létu lífið í átökum á landamærum Kirgistan og Tadsíkistan í gær. Samkomulag um vopnahlé er á milli ríkjanna en báðar þjóðir saka hvora aðra um að brjóta samkomulagið. 17.9.2022 11:05
Bein útsending: Aðalfundur Pírata Aðalfundur Pírata fer fram í dag klukkan 10 í veislusal Ostabúðarinnar á Fiskislóð 26. Flokkurinn fagnar tíu ára afmæli í nóvember og verður þema fundarins fortíð og framtíð Pírata á Íslandi. 17.9.2022 09:29
Mættir aftur til Indlands eftir sjötíu ára fjarveru Blettatígrar voru sagðir útdauðir í Indlandi árið 1952 en nú hafa átta tígrar verið sendir þangað í tilefni af afmæli Narendra Modi, forsætisráðherra landsins. Þeir munu dvelja í einangrun í mánuð áður en þeim verður sleppt í þjóðgarði. 17.9.2022 08:57
Útvarpi Sögu hafnað um rekstrarstuðning SagaNet-Útvarp Saga ehf. sem rekur bæði útvarpsstöðina Útvarp Saga og samnefndan vefmiðil var hafnað um rekstrarstuðning frá fjölmiðlanefnd. Félagið var eitt þriggja sem var hafnað um stuðning. 17.9.2022 08:10
Tónlistarnám í Reykjavík allt að tvöfalt dýrara Skólagjöld tónlistarskóla í Reykjavík eru þau dýrustu á landinu en borgin, ólíkt flestum öðrum sveitarfélögum, rekur ekki tónlistarskóla á eigin vegum. Veturinn í tónlistarskóla getur kostað rúmlega tvö hundruð þúsund krónur. 17.9.2022 07:39
Maður og kona réðust á dreng og flúðu vettvang Lögreglu barst tilkynning í gær um að maður og kona hafi ráðist á dreng og sparkað í hann. Þegar lögregla kom á staðinn voru þau farin en lögreglu hefur ekki tekist að bera kennsl á parið. 17.9.2022 07:19
Hollenskur bær í mál við Twitter vegna sögusagna um sataníska barnaníðinga Hollenski bærinn Bodegraven-Reeuwijk hefur krafist þess að Twitter fjarlægi færslur sem bendla bæinn við satanískan söfnuð barnaníðinga. Sögusagnir um söfnuðinn hafa fengið að viðgangast á miðlinum síðan árið 2020. 16.9.2022 16:46
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti