Stjórnarandstæðingur handtekinn í Rússlandi Rússneski stjórnmálamaðurinn Leonid Gozman var í dag handtekinn af lögregluþjónum í Moskvu. Gozman er leiðtogi stjórmálaflokksins Bandalag hægriafla. 25.7.2022 12:45
Eurovision verður í Bretlandi á næsta ári Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Bretlandi á næsta ári. Úkraína sigraði keppnina í ár og ætti því samkvæmt reglunum að halda keppnina á næsti ári en ekki er hægt að tryggja öryggi allra gesta þar vegna innrásar Rússa inn í landið. Því var ákveðið að keppnin færi fram í öðru landi. 25.7.2022 11:29
Björguðu fjórtán ára strák frá drukknun með aðstoð dróna Lífvörðum á strönd borgarinnar Gandia á Spáni tókst að bjarga fjórtán ára strák frá drukknun með því að notast við dróna. Drengurinn var sendur á spítala eftir atvikið en var útskrifaður þaðan innan við sólarhring seinna. 25.7.2022 11:10
Seglfiskur stakk konu í Flórída Kona var stungin af kyrrahafsseglfisk við strendur Flórída-ríkis í Bandaríkjunum í síðustu viku. Konan var stunginn í nárann er hún stóð við hliðina á veiðimanni sem var með fiskinn á línunni. Líðan konunnar er stöðug. 25.7.2022 10:16
Grunnskólanemum með erlendan bakgrunn fjölgar Alls voru tæplega 47 þúsund nemendur í grunnskólum landsins haustið 2021 og hafa þeir aldrei verið svo margir áður. Grunnskólanemum fjölgaði um 171 á milli ára en samkvæmt Hagstofu er skýringin aðallega sú að nemendum fjölgar sem flytja hingað til lands erlendis frá. 25.7.2022 09:13
Þrír skotnir til bana við útskriftarathöfn í Filippseyjum Þrír voru skotnir til bana við úrskriftarathöfn úr háskólanum Ateneo de Manila á höfuðborgarsvæði Filippseyja í gær. Árásarmaðurinn var handtekinn eftir eftirför lögreglu en hann hafði reynt að flýja vettvang. 25.7.2022 07:38
Loftbrú niðurgreitt flug fyrir sjö hundruð milljónir króna Ríkissjóður hefur niðurgreitt fargjöld farþega í innanlandsflugi um tæpar sjö hundruð milljónir króna með Loftbrú. Yfir hundrað þúsund flug hafa verið niðurgreidd í heildina. 25.7.2022 07:16
Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn kveður Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn sem hefur verið áberandi í Vestmannaeyjum í kringum Verslunarmannahelgina ætlar að hætta störfum, að minnsta kosti í núverandi mynd. 24.7.2022 23:59
Vesturlönd sníði reglur sínar eftir hentugleika Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þvertekur fyrir það að Rússar hafi valdið hungursneyð um allan heim. Hann segir Vesturlönd vera að reyna að sýna fram á að þau séu sterkari en aðrar þjóðir. 24.7.2022 23:04
Tekinn af lífi fyrir að kveikja í fyrrverandi eiginkonu sinni í beinu streymi Kínverskur karlmaður var í gær tekinn af lífi í heimalandi sínu fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu sína með því að hella yfir hana bensíni og kveikja í henni. Konan var í beinu streymi þegar morðið átti sér stað. 24.7.2022 20:51