Sléttuúlfar átu páfugla Martha Stewart Sléttuúlfar brutu sér leið inn að búgarði sjónvarpskonunnar Martha Stewart í dag og átu þar sex af páfuglum hennar. Atvikið átti sér stað um hábjartan dag. 23.7.2022 20:31
Flugvél nauðlenti í Tungudal Lítil flugvél nauðlenti í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Akureyrarflugvelli í kringum sjöleytið í kvöld. Tveir voru um borð og eru þeir báðir óslasaðir. 23.7.2022 19:53
Köstuðu flöskum í Kid Cudi sem gekk af sviðinu Kid Cudi fékk ekki góðar móttökur á tónlistarhátíðinni Rolling Loud sem fer fram í Miami þessa dagana. Cudi gekk af sviðinu eftir að gestir hófu að kasta hlutum í hann. 23.7.2022 19:12
Rúmlega tuttugu létust í skyndiflóðum í Íran Alls létu 21 manns lífið í dag í skyndiflóðum í Fars-héraði í Íran. Í dag var mikil rigning á svæðinu og flæddi áin Roudbal yfir bakka sína. 23.7.2022 18:01
Sænsk fjölskylda málaði yfir antikrist við Grafarvogskirkju Skemmdarvargar máluðu orðið „antichrist!“ (e. antikristur) á hinseginfána sem búið er að mála á gangstéttina fyrir utan Grafarvogskirkju. Sænsk fjölskylda bauðst til að laga fánann og bjargaði málunum á mettíma. 23.7.2022 17:29
Segir Rússa ræna börnum frá Úkraínu Toria Nuland, starfsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir Rússa ræna börnum frá Úkraínu og láti rússneskar fjölskyldur ættleiða þau. Hún segir Rússa hafa alls rænt allt að þúsund börnum. 22.7.2022 23:35
Dótturfélag Hyundai nýtti sér barnaþrælkun í Alabama Fyrirtækið SMART Alabama LLC nýtti sér barnaþrælkun við gerð parta fyrir bíla bifreiðaframleiðandans Hyundai. Í sumum tilvikum voru starfsmenn fyrirtækisins einungis tólf ára gamlir. 22.7.2022 23:02
„Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. 22.7.2022 22:36
Ardian borgar fimm milljörðum minna fyrir Mílu Síminn og Ardian náðu í dag samkomulagi um breytingar á kaupsamningi Ardian á Mílu ehf.. Meðal breytinanna sem samþykktar voru er að Ardian borgi 73 milljarða króna í staðinn fyrir 78 milljarða líkt og var fyrst samið um. 22.7.2022 21:14
Allir og amma þeirra í góða veðrinu í Stykkishólmi Það eru allir og amma þeirra í Stykkishólmi í kvöld samkvæmt einum tjaldgesta tjaldsvæðisins þar í bæ. Það er glampandi sól á öllu Snæfellsnesinu og á að vera það alla helgina. 22.7.2022 20:07