Óþekktur þarmasjúkdómur hrjáir íbúa Norður-Kóreu Að minnsta kosti átta hundruð fjölskyldur hafa þurft að leggjast inn á spítala í Norður-Kóreu með veiki sem ríkismiðill landsins hefur kallað „óþekktan þarmasjúkdóm“. 20.6.2022 10:27
Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid 27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. 16.6.2022 11:06
Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent. 16.6.2022 09:22
Vaktin: Leiðtogar Evrópuþjóðanna vilja Úkraínu í ESB Þrír valdamestu leiðtogar Evrópusambandsins, forseti Frakklands, kanslari Þýskalands og forsætisráðherra Ítalíu mættu í heimsókn til Kænugarðs í nótt til að ræða við Volodomir Selenskí Úkraínuforseta. 16.6.2022 07:54
John Grant fær ríkisborgararétt Alls fengu tólf einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt eftir að frumvarp til laga frá allsherjar- og menntamálanefnd var samþykkt á Alþingi í gær. Söngvarinn John Grant er meðal þeirra sem hlýtur ríkisborgararétt. 16.6.2022 07:29
Þingi frestað fram í september Fundum Alþingis hefur verið frestað fram í september en það var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem gerði það um klukkan hálftvö í nótt. 16.6.2022 07:08
Braut glas á höfði manns Tilkynnt var um líkamsárás á veitingastað rétt fyrir miðnætti niðri í bæ. Kona braut þá glas á höfði manns og var lögregla kölluð til. Konan var komin á annað veitingahús þegar lögregla mætti á staðinn en þar var hún handtekin. Hún var með sár á fingrum og því fyrst flutt til aðhlynningar á bráðadeild áður en hún var vistuð í fangageymslu lögreglu. 16.6.2022 06:23
Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í nóvember Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara. 15.6.2022 11:10
Bólusetning við bólusótt veiti 85 prósent vernd gegn apabólu Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85 prósent vernd gegn apabólu. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar á Vísindavefnum við spurningunni: „Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?“. 15.6.2022 09:47
Handtaka annan mann vegna hvarfs breska blaðamannsins Bróðir mannsins sem handtekinn var á dögunum vegna hvarfsins á breskum blaðamanni og brasilískum samferðamanni hans, var einnig handtekinn í gær. 15.6.2022 08:49