Þórdís Sif ekki endurráðin sem sveitarstjóri Þórdís Sif Sigurðardóttir mun ekki halda áfram sem sveitarstjóri Borgarbyggðar. Hún hefur gengt starfinu síðastliðin tvö ár. 20.5.2022 17:24
Vaktin: Rússar hafa náð yfirráðum í Azovstal Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa sakað Rússa um að „vopnavæða“ matvælaöryggi í heiminum en Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, segir Rússa ekki munu greiða fyrir útflutningi frá Úkraínu nema gegn afléttingu refsiaðgerða. „Þannig virka hlutirnir ekki, við erum ekki fávitar,“ sagði hann í gær. 20.5.2022 06:32
Ónæmi gegn Covid-19 hafi náðst Niðurstöður úr rannsókn á útbreiðslu Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu benda til þess að ónæmi hafi náðst í samfélaginu. 17.5.2022 16:50
Á skilorði en heldur áfram að bera sig Karlmaður hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn í Laugardal og eru foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu. Móðir stúlku sem lenti í manninum í gær ætlar að kæra hann til lögreglu. 17.5.2022 12:56
Sautján prósent aukning í tilkynningum um nauðganir Fleiri tilkynningar um nauðganir annars vegar, og heimilisofbeldis og ágreiningsmál hins vegar, bárust Embætti ríkislögreglustjóra á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu sem embættið hefur birt um heimilisofbeldi og kynferðisbrot. 17.5.2022 10:03
Ný stjórn og framkvæmdastjóri FVH Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga (FVH) þann 10. maí síðastliðinn, ásamt því að nýr framkvæmdastjóri félagsins var kynntur til starfa. 17.5.2022 08:47
Margrét og Friðjón oftast útstrikuð í Reykjanesbæ Af þeim sjö flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ á laugardaginn var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. 39 sinnum var strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins og 36 sinnum hjá Samfylkingunni. 16.5.2022 16:20
Dóri DNA/Sanders gefur út tónlistarmyndband Um helgina gaf Dóri DNA út tónlistarmyndband í gervi kjúklingaofurstans Colonel Sanders við lagið “Því þú átt það skilið”. Lagið er gert í samstarfi við KFC og hefur verið notað í auglýsingum fyrir fyrirtækið. 16.5.2022 15:54
Útilokar ekki samstarf með Sjálfstæðisflokki Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, segir flokkinn ekki útiloka meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur ekki náð að ræða við alla flokka og því geti hún hvorki útilokað einn né neinn. 16.5.2022 15:41
Ýtt niður listann með útstrikunum og missir af sæti í sveitarstjórn Elín Höskuldsdóttir mun ekki taka sæti í sveitarstjórn Flóahrepps þrátt fyrir að hafa skipað annað sætið á lista sem hlýtur tvo fulltrúa. Útstrikanir ýttu henni niður listann og Harpa Magnúsdóttir fær sætið. 16.5.2022 14:24