Vaktin: Sagði Úkraínumenn gera Rússa að fíflum Frans páfi segist ekki hafa í hyggju að heimsækja Kænugarð en hann sé viljugur til að hitta Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þetta sagði hann í viðtali við dagblaðið Corriere della Sera, þar sem hann líkti átökunum í Úkraínu við þjóðarmorðið í Rúanda. 3.5.2022 07:26
Listaháskólinn afþakkar frelsisborgara frá Sjálfstæðisflokknum Í dag barst nemendum og starfsfólki Listaháskóla Íslands tölvupóstur þess efnis að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að gefa hamborgara á bílastæði skólans. Nokkrum tímum seinna var skólinn búinn að afþakka boð flokksins. 2.5.2022 19:30
Fimm vitni höfðu sögur að segja af hegðun Ingólfs Fimm vitni komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag og sögðu frá samskiptum sínum eða vina sinna við Ingólf Þórarinsson. Ingólfur stefnir Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni fyrir ummæli sem Sindri lét falla á Twitter og krefst greiðslu miskabóta vegna þeirra. 2.5.2022 12:15
Sindri segist hafa heyrt mjög margar sögur af Ingó í gegnum árin Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson segir að á þeim tíma sem hann kallaði Ingólf Þórarinsson barnaníðing á samfélagsmiðlum hafi verið komnar fram gríðarlega alvarlegar ásakanir í garð tónlistarmannsins. Aðspurður hvers vegna hann lét sig málið varða svaraði Sindri: „Af hverju ekki?“ 2.5.2022 11:48
„Ekkert fyrirtæki vill ráða nauðgara eða barnaríðara, en ég er það ekki“ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir ekkert fyrirtæki vilja ráða til sín mann sem sé sakaður um að brjóta á börnum. Hann hafi aldrei verið kærður til lögreglu og ásakanir í hans garð eigi allar sameiginlegt að vera nafnlausar frásagnir. 2.5.2022 11:14
Samkynhneigðir í Kanada fá að gefa blóð Heilbrigðisyfirvöld í Kanada hafa ákveðið að aflétta banni sem hindrar samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Áður mátti karlmaður sem hafði stundað kynlíf með öðrum karlmanni síðustu þrjá mánuði ekki gefa blóð. 28.4.2022 23:41
Domino‘s kostar æfingagjöld barna hjá Leikni Domino’s og Leiknir hafa komist að samkomulagi um átaksverkefni þar sem markmiðið er að auka þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi Leiknis með því að gera þátttöku gjaldfrjálsa fyrir börn búsett í Breiðholti gegn nýtingu frístundakorts Reykjavíkurborgar. 28.4.2022 20:33
Alvarleg vanræksla af hálfu ráðherra Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar á framkvæmd sölu ríkisins á hluta í Íslandsbanka. Þingmaður Viðreisnar segir að það þurfi að skoða þátt og ábyrgð ráðherranna í málinu. 28.4.2022 20:30
Vaktin: Tíu slasaðir eftir eldflaugaárás í Kænugarði Ráðamenn í borginni Kherson, sem Rússar segjast nú hafa á valdi sínu, segja að frá og með 1. maí muni yfirvöld hefja ferlið við að taka upp rússnesku rúbluna. Aðlögunartímabilið verður fjórir mánuðir en eftir það verður rúblan eini gildi gjaldmiðillinn á svæðinu. 28.4.2022 06:35
Þykir leitt að eineltisskýrslu hafi verið lekið Formanni Félags grunnskólakennara þykir það leitt að samskiptaskýrsla, sem flokkaði hegðun hennar gagnvart öðrum starfsmanni félagsins sem einelti, hafi lekið. Báðir aðilar málsins vilja bæta samskipti sín. 27.4.2022 07:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent