
Vildi heimsækja krabbameinssjúka móður sína en vísað úr landi
Hvítrússneskum manni sem kom hingað til lands til þess að heimsækja krabbameinssjúka móður sína var vísað til baka úr landi á Keflavíkurflugvelli þar sem lögregla taldi ástæða heimsóknar hans ekki ljósa. Maðurinn var sendur til annarrar borgar en hann kom hingað frá.