
Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag
„Það var ekki fyrr en ég fór að vinna í þessu sjálfur að ég fann hvað skipti máli,“ segir Vilhjálmur Andri Einarsson, betur þekktur sem Andri Iceland. Andri, sem var orðinn öryrki rétt yfir þrítugt, ákvað að reyna að taka heilsu sína í eigin hendur eftir áratuga löng heilsufarsvandamál.