Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tár, gleði, há­tíska og ást hjá Línu og Gumma í New York

Ofurparið Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, og Lína Birgitta eigandi íþróttamerkisins Define the line eru búin að eiga stórkostlegar stundir í New York undanfarna daga. Lína Birgitta var með vel heppnaða sýningu á tískuvikunni og Gummi Kíró stelur senunni í hátískuhönnun.

Tískan við þing­setningu: Hverjir voru í hverju?

Á hverju hausti mæta þingmenn landsins í sínu fínasta pússi til þingsetningar og var dagurinn í dag engin undantekning þar á. Tískuunnendur bíða gjarnan spenntir eftir því að sjá hvaða klæðnað embættismenn velja fyrir tilefnið. 

Myndaveisla: Ofurfjör á Októ­ber­fest

Það var rafmögnuð orka á Októberfest SHÍ síðastliðna helgi þar sem fjöldi úrvals tónlistarmanna steig á stokk fyrir stútfullum sal af stúdentum. 

Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna

Halla Tómasdóttir forseti Íslands setti Alþingi í fyrsta sinn í dag. Mikil tilhlökkun ríkir gjarnan yfir klæðaburði embættismanna á þessum degi og valdi Halla að versla við Frú Hrafnhildi fyrir tilefnið.

Skvísupartý í skart­gripa­verslun

„Mig langaði að fagna þessum áfanga með konum sem ég hef kynnst í gegnum tíðina,“ segir gullsmiðurinn Edda Bergsteinsdóttir sem fagnaði nýrri skartgripalínu sinni með pomp og prakt í versluninni Prakt á Laugaveginum á dögunum.

Myndaveisla: Húrrandi fjör í stór­af­mæli Húrra

„Á stórafmælum er mikilvægt að fagna vel og það gerðum við svo sannarlega,“ segja Jón Davíð Davíðsson og Sindri Jensson eigendur Húrra. Tískuverslunin fagnaði tíu ára afmæli um helgina með pomp og prakt.

Lauf­ey prýðir for­síðu Vogue

Rísandi stórstjarnan Laufey hefur sannarlega átt risastórt ár og meðal annars unnið til Grammy verðlauna, selt upp á tónleika um allan heim og mætt á Met Gala. Hún prýðir nú forsíðu hátískublaðsins Vogue sem þykir mjög eftirsóknarvert.

Sáu ekki fyrir sér vin­sældirnar en fagna nú 36 árum

„Við leggjum aðal áherslu á stuðið,“ segja Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins sem saman mynda sögulegu sveitina Stjórnina. Stjórnin fagnar 36 árum í bransanum með tvennum stórtónleikum í lok september en blaðamaður tók púlsinn á tvíeykinu og fékk að heyra frá undirbúningnum.

Hætt saman en halda á­fram sam­starfi á OnlyFans

„Ég held að aðal málið sé að utanaðkomandi fólk vill að við upplifum skömm. Fólk vill að ég skammist mín fyrir það sem ég geri. Ég held að það sé meira þvingað yfir á fólk út frá þeirra ímynd af þessu. Þegar ég tala við aðra sem eru í sama bransa og ég þá ég hef aldrei upplifað það að þau finni fyrir skömm,“ segir OnlyFans stjarnan Ingólfur Valur. Hann er viðmælandi í Einkalífinu.

Sjá meira