Indriði Ingi Stefánsson sækist eftir sæti á lista Pírata Tölvunarfræðingurinn Indriði Ingi Stefánsson sækist eftir sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi í komandi prófkjöri flokksins. 10.2.2021 17:34
„Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9.2.2021 23:51
„Fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum“ hafi tjáð sig um kjaftasögu Fjölmargar sögusagnir hafa verið uppi um samningaviðræður Íslendinga við Pfizer. Voru flestar þeirra á þá leið að búið væri að ganga frá samkomulagi við lyfjaframleiðandann og tryggja Íslendingum fleiri hundruð þúsund skammta af bóluefni við Covid-19 sem væri væntanlegt á allra næstu vikum. Síðdegis í dag kom svo í ljós að litlar líkur væru á því að Pfizer myndi ráðast í rannsóknarverkefni hér á landi. 9.2.2021 22:15
Twitter greinir Pfizer-stöðuna: Víði út og Björgólf Thor inn Margir biðu með öndina í hálsinum eftir niðurstöðu úr samningaviðræðum Íslendinga við lyfjaframleiðandann Pfizer sem hafa verið á vörum landsmanna frá því fyrir áramót. Bundu sumir vonir við að farsæl niðurstaða myndi hjálpa Íslandi að stökkva fram fyrir aðrar þjóðir í bóluefnaröðinni og tryggja að hægt yrði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar við Covid-19 á allra næstu mánuðum. 9.2.2021 20:48
„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9.2.2021 18:37
Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9.2.2021 17:07
Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti en í breytingunum felst meðal annars að krám, skemmtistöðum og spilakassasölum verður heimilt að opna á ný að uppfylltum skilyrðum. 8.2.2021 00:00
Róbert sækist eftir fyrsta sæti á lista Vinstri grænna Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ætlar að sækjast eftir oddvitasæti í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara í september. 7.2.2021 22:40
George Shultz látinn 100 ára að aldri George P. Shultz, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lést í gær 100 ára að aldri. Shultz spilaði lykilhlutverk í því að bæta samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á meðan hann gegndi stöðu utanríkisráðherra í ríkisstjórn Ronald Reagan og hjálpaði þannig til við að binda enda á Kalda stríðið. 7.2.2021 21:39
Baltasar gerir Snertingu Ólafs Jóhanns að kvikmynd Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. 7.2.2021 20:32