Hrekktu bæjarbúa með því kynna til leiks nýjan framboðslista Gísli Gíslason, fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, leiðir nýjan framboðslista sem býður fram í bænum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðið hefur fengið nafnið Akraneslistinn, listabókstafinn A og er sagður óháður flokkapólitík. 1.4.2022 12:00
Aldey Unnar leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og óháðra Aldey Unnar Traustadóttir, núverandi forseti sveitarstjórnar Norðurþings, leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og óháðra í Norðurþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 1.4.2022 08:34
Anna Kristín nýr formaður SÍA Anna Kristín Kristjánsdóttir var kjörin formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa (SÍA) á aðalfundi samtakanna sem fram fór í gær. Fráfarandi formaður er Guðmundur Hrafn Pálsson frá Pipar/TWBA. 1.4.2022 08:11
Afhjúpuðu styttu af þríeykinu Stytta af þríeykinu svokallaða, Ölmu Möller landlækni, Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni verður afhjúpuð við hátíðlega athöfn við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í Reykjavík í dag. Afhjúpunin hefst klukkan 10 og er almenningi boðið að vera viðstaddur. Fyrir þá sem ekki komast verður beint streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi. 1.4.2022 08:01
Bein útsending: Ársfundur Seðlabanka Íslands Ársfundur Seðlabanka Íslands verður haldinn í dag klukkan 16 í salnum Silfurbergi í Hörpu. Þetta er 61. ársfundur bankans. 31.3.2022 15:30
ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31.3.2022 14:49
Hólmfríður nýr rektor á Hólum Hólmfríður Sverrisdóttir hefur verið skipuð rektor Háskólans á Hólum frá og með 1. júní 2022. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, tilkynnti skipun nýs rektors á starfsmannafundi Háskólans á Hólum í dag. 31.3.2022 10:27
Kom verulega á óvart að Isavia skyldi vísa Joe & the Juice á dyr Það kom forsvarsmönnum Joe & the Juice í opna skjöldu að Isavia hafi tekið ákvörðun um að halda ekki áfram með sambærilegan rekstur í Leifsstöð en keðjan hefur selt veitingar á flugvellinum frá árinu 2015. Samningur fyrirtækisins rennur út um næstu áramót. 30.3.2022 16:24
Gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst. 30.3.2022 15:35
Dohop tryggir sér hundraða milljóna fjármögnun til að breyta flugi Íslenska ferðatæknifyrirtækið Dohop hefur tryggt sér frekari fjármögnun frá breska fjárfestingasjóðnum Scottish Equity Partners (SEP) sem sérhæfir sig í fjárfestingum í vaxandi tæknifyrirtækjum. Fjárfestingin er sögð hlaupa á hundruðum milljóna króna en SEP fjárfesti fyrst í Dohop í lok árs 2020. 30.3.2022 09:09