Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Við vitum ekki neitt og höldum bara á­fram að bíða“

Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan.

Skoða betri úr­ræði fyrir ung­linga í gæslu­varð­haldi

Það gengur ekki upp til lengdar að meðferðarúrræðið á Stuðlum sé nýtt sem gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga sem fremja afbrot. Þetta segir dómsmálaráðherra sem telur alveg ljóst að betri úrræði skorti og gera þurfi úrbætur.

„Þegar ég hugsa til baka þá fæ ég bara kökk í hálsinn“

Kona sem þurfti að bíða í næstum ár eftir NPA-þjónustu segir brotið á mannréttindum fatlaðs fólks, barna þeirra og fjölskyldu. Biðin bitnaði illa á manni hennar og dóttur og hún finnur til með þeim sem hafa þurft að bíða enn lengur. Hún er þakklát fyrir þá þjónustu sem hún fær nú, sem þó dugar ekki til.

Garða­bæ ó­heimilt að skerða þjónustu við ellefu ára stúlku

Garðabæ var óheimilt að skerða NPA-þjónustu við ellefu ára stúlku á þeim forsendum að foreldrar hennar beri umönnunar- og forsjárskyldu sem slíkir. Faðir stúlkunnar og lögmaður fjölskyldunnar vona að sveitarfélög fari að lögum og málið verði fordæmisgefandi fyrir önnur fötluð börn og fjölskyldur þeirra.

Úkraínu­menn berjist með „aðra hönd bundna fyrir aftan bak“

Tregða Bandaríkjanna og annarra ríkja til að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands er mikil vonbrigði. Þetta segir formaður utanríkismálanefndar Eistlands sem telur afstöðuna hættulega og merki um veikleika. Mikið sé í húfi fyrir allsherjaröryggi í Evrópu.

Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi.

Sjá meira