#íslenskflík: „Ég sá hana ljóslifandi fyrir mér í höfðinu“ Helga Lilja Magnúsdóttir hjá BAHNS er fyrsti viðmælandinn í #íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 4.5.2022 23:41
Írafár frumflytur nýtt lag: „Við erum sveittir að reyna að læra lögin sem við höfum ekki spilað síðan 2002“ Írafár var að gefa út nýtt lag, rétt fyrir afmælistónleika plötunnar Allt sem ég sé sem fara fram í Eldborg í lok mánaðarins. Lagið heitir Á nýjum stað og byrjaði í vinnslu fyrir fjórum árum. 4.5.2022 14:08
Toddlers & Tiaras stjarnan Kailia Posey er látin Toddlers & Tiaras stjarnan Kailia Posey er látin aðeins sextán ára gömul. Þættirnir voru sýndir á TLC á árunum 2009-2013 en móðir hennar, Marcy Posey Gatterman, greindi frá andláti hennar á Facebook fyrr í vikunni. 4.5.2022 13:30
„Þar mun ég eiga einhvers konar blint stefnumót“ Magnea Einarsdóttir er útskrifaður fatahönnuður með áherslu á prjón frá Central St Martins í London. Einnig lagði hún stund á nám í fatahönnun í Parsons Paris School of Design. Hún rekur fatamerkið MAGNEA sem er fáanlegt í versluninni Kiosk. 4.5.2022 10:31
Kórónur, tvífarar og glitrandi klæði á Met Gala Met Gala fór fram í gær, fyrsta mánudaginn í maí á Metropolitan listasafninu í New York. Anna Wintour hefur verið gestgjafi síðan 1995 en á viðburðinum fer fram söfnun fyrir búningadeild safnsins. 3.5.2022 17:30
Bjóða nýbökuðum foreldrum að læra ungbarnanudd á Værðardýnunni Vinkonurnar og samstarfsfélagarnir Anna Katharina og Lena Csóti fengu hugmyndina að hönnun Værðardýnunnar eftir að hafa báðar unnið mikið með börnum. Nú bjóða þær nýbökuðum foreldrum á vinnustofu til þess að prófa hönnunina og læra grunnatriði í ungbarnanuddi. 3.5.2022 16:32
„Í dag erum við mjög þakklát fyrir að hafa tekið áhættuna“ Inga Elín er hönnuður sem sló heldur betur í gegn með veltibollunum sem Íslendingar virðast ekki fá nóg af. Hún opnaði Gallerí á Skólavörðustíg í miðju Covid ásamt syni sínu og er spennt að taka þátt í HönnunarMars í ár með nýrri hönnun, skýjadiskum. 3.5.2022 13:31
Júlí Heiðar og Þórdís Björk trúlofuð Leikararnir Júlí Heiðar og Þórdís Björk eru trúlofuð. Þau greindu frá því í sameiginlegri færslu á Instagram og bað hann hennar í uppáhalds byggingunni þeirra, Samkomuhúsinu á Akureyri. 3.5.2022 06:31
„Síðan er búin að fara þriggja ára vinna í að byggja allar vélar til að geta náð því markmiði" Teymið Plastplan átti sér stóra drauma, tóku sér þrjú ár í að gera drauminn að raunveruleika og í dag hafa þau meðal annars hannað útihúsgögn fyrir Reykjavíkurborg og infrastrúktúr fyrir heilt kaffihús. 2.5.2022 18:05
Brjóstasnúðurinn styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini Fimmta árið í röð býður Brauð&Co upp á að kaupa brjóstasnúðinn. Hann er aðeins í boði vikuna 2.-8. maí en ágóðinn rennur óskiptur til Göngum Saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. 2.5.2022 17:01