
„Það er ekkert hægt að vera að velta sér upp úr þessu alla daga“
Þrátt fyrir að vera að eigin sögn hlédrægur intróvert, er Svavar Pétur Eysteinsson einn vinsælasti listamaður landsins. Eftir að hafa verið virkur í indí-rokk senunni í Reykjavík allt frá fyrri hluta tíunda áratugarins skapaði hann sér árið 2008 hliðarsjálfið Prins Póló og hefur hann upp frá því verið að syngja sig reglulega inn í hjörtu þjóðarinnar með ódauðlegum poppsmellum sem öllu jafna hafa mjög hversdagslegar skírskotanir sem allir geta tengt við.