Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fara þurfi í átak vegna aukins ofbeldis meðal barna

Barnamálaráðherra segir að fara þurfi í sérstakt átak til að kveða niður þá ofbeldisbylgju sem riðið hefur yfir meðal íslenskra barna og ungmenna. Til standi að koma á fót stýrihópi sem muni skoða ofbeldismál barna og meta hvað skal gera.

Neitar sök í Barðavogsmálinu

Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið.

Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur út­limi

Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. 

Dómur kveðinn upp í morði sem vakti heims­at­hygli í hlað­varps­þáttum

Hinn ástralski Chris Dawson hefur verið sakfelldur fyrir morðið á eiginkonu sinni Lynette Dawson, fjórum áratugum eftir að hún hvarf sporlaust. Mál Dawson hjónanna var tekið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum að nýju eftir að ljósi var varpað á ný sönnunargögn í hlaðvarpsþáttunum The Teacher's Pet.

Fagnar því að Jón Baldvin hafi skipt um skoðun og klárað dæmið

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segist fyrstur stjórnmálamanna hér á landi hafa lagt til að Ísland viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna frá Sovétríkjunum. Hann segir tillögur sínar hafa fengið dræm viðbrögð til að byrja með. Meðal annars frá þáverandi utanríkisráðherra Jóni Baldvin Hannibalssyni sem þó hafi klárað málið með sóma.

Vill auka sam­tal milli sveitar­fé­laganna

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi var í dag kjörin nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heiða mun taka við starfinu af Aldísi Hafsteinsdóttur á landsþingi SÍS í lok septembermánaðar. Hún segist spennt að taka við starfinu en mörg verkefni blasi við. 

Taylor Swift vann bikarinn fyrir besta tón­listar­mynd­bandið

Tónlistarkonan Taylor Swift vann til tveggja verðlauna á VMA verðlaunahátíðinni í gær. Annars vegar vann hún verðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið og fyrir besta langa tónlistarmyndbandið fyrir myndbandið með laginu All Too Well (10 Minute Version). 

Sjá meira