Umfangsmikil lögregluaðgerð og Assange loks frjáls Á þriðja tug voru handteknir í aðgerðum lögreglu vegna rannsóknar á umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi. Átján hafa stöðu sakbornings í málinu og fimm sæta gæsluvarðhaldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 25.6.2024 11:31
Dapurlegar aðstæður heimilislausra og sögufrægur þristur Lögregla greinir mikla aukningu á stórfelldum líkamsárásum, sem framin eru af ungmennum á aldrinum tíu til sautján ára. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við afbrotafræðing, sem segir góð samskipti við börn vera bestu forvörnina. 24.6.2024 18:00
Netárásir Akira og börn í skipulagðri brotastarfsemi Árvakur er fjórða íslenska fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á skömmum tíma. Árásin er litin grafalvarlegum augum. Rætt verður við netöryggissérfræðing um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 24.6.2024 11:30
Uppsagnir hjá Icelandair og borgarstjóri í Parísarhjóli Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Áttatíu og tveimur starfsmönnum var sagt upp á skrifstofum félagsins í lok maí. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair í beinni útsendingu. 17.6.2024 18:00
Efast um viðbrögð frá ráðherrum í ljósi „sjálfsmorðsmissjóns“ VG Lögmaður landeiganda í Ísafjarðardjúpi, sem barist hefur gegn sjókvíaeldi á svæðinu, skorar á ríkisstjórn að grípa til aðgerða vegna leyfisveitingar Matvælastofnunar til Arnarlax. Það sé til marks um slæma stjórnsýslu að stofnunin veiti fyrirtækinu rekstrarleyfi til fiskeldis í Djúpinu þrátt fyrir mótmæli Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar 17.6.2024 13:41
Altjón í tíu búðum Kringlunnar og undirbúningur fyrir þjóðhátíðardaginn Altjón varð í tíu verslunum Kringlunnar í gær þegar það kviknaði í þaki hennar. Eigandi verslunarinnar sem kom verst út úr brunanum segir Kringluna hafa litið hryllilega út í nótt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 16.6.2024 18:01
Slökkvistarf í Kringlunni og staða Vinstri grænna Slökkvistarfi við Kringluna lauk klukkan eitt í nótt eftir að eldur kom upp í þaki verslunarmiðstöðvarinnar síðdegis í gær. Slökkviliðsstjóri segir vel hafa gengið að ráða niðurlögum eldsins og vettvangur sé nú í höndum tryggingafélaganna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 16.6.2024 11:37
Eldur í Kringlunni og Kristján Loftsson um hvalveiðileyfið Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar síðdegis og allt tiltækt slökkvilið var kallað til. Rýma þurfti verslunarmiðstöðina. Við verðum í beinni útsendingu frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2. 15.6.2024 18:00
Rútuslys í Öxnadal og meintar rangfærslur ráðherra Fimm voru fluttir til á Landspítalann með sjúkraflugi eftir að rúta með 22 farþega valt í Öxnadal í gær. Ekki er vitað um líðan þessara fimm sem voru mest slasaðir en rannsókn er enn á frumstigi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. 15.6.2024 11:30
Var nálægt því að draga framboð sitt til baka „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir traustið og upplýsir að snemma í maí hafi hún verið á mörkum þess að draga framboðið til baka. 2.6.2024 11:39