Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig rúmum fimm prósentustigum í fylgi frá því í júní og mælist nú með á milli 24 og 25 prósenta fylgi. Auk Sjálfstæðisflokksins bæta Flokkur fólksins og Miðflokkurinn við sig fylgi. 25.7.2022 15:35
Telja tæknilega bilun vera ástæðu nauðlendingarinnar Rannsakendur hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa telja að ástæða nauðlendingar á Nýjabæjarfjalli, stuttu frá Akureyri, á laugardag hafi verið tæknileg bilun í flugvélinni. 25.7.2022 14:44
Lavrov ferðast um Afríku til að styrkja tengslin Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands flaug til Kongó-Brazzaville í morgun en hann er á ferðalagi um álfuna í von um að styrkja tengslin við önnur ríki en í Evrópu. Afríkuríki hafa ekki tekið þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússum vegna Úkraínustríðsins og vonast Rússar til að góðvilji sé til staðar til að styrkja tengslin enn frekar. 25.7.2022 13:58
Lést í Brúará við að bjarga syni sínum Karlmaður sem lést eftir að hafa fallið í Brúará í Biskupstungum um miðjan dag í gær var kanadískur ríkisborgari búsettur í Bandaríkjunum. Straumurinn í ánni bar manninn burt eftir að hann hafði komið syni sínum, sem fallið hafði í ána, til bjargar. 25.7.2022 12:51
Framkvæmdastjórn ESB gefur notkun bólusóttarbóluefni gegn apabólu grænt ljós Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt að bóluefni fyrir bólusótt verði notað gegn apabólunni. Von er á 1.400 slíkum skömmtum til Íslands í haust. 25.7.2022 11:48
Fiskur fluttur út fyrir 29 milljarða í júní Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam rúmum 29 milljörðum króna í júnímánuði. Það er um 8 prósenta aukning í krónum talið frá sama mánuði í fyrra en tæp 12 prósent í erlendri mynt vegna hækkunar á gengi krónunnar. 25.7.2022 10:53
Vara við óþarfa ferðum um Krýsuvíkurbjarg í skjálftahrinum Stórar sprungur eru í Krýsuvíkurbjargi vegna stöðugrar hreyfingar sem bjargið er á. Sprungurnar hafa dýpkað talsvert undanfarin ár vegna jarðskjálftahrina. Fólk er varað við því að fara út á bjargbrúnina, sérstaklega þegar jarðskjálftahrinur ganga yfir. 25.7.2022 10:39
Segir uppsagnir starfsfólks greinilega ekki lausnina við manneklu Formaður Félags lífeindafræðinga segir Landspítalann ekki mega við því að starfsfólki fækki. Nýr formaður stjórnar spítalans sagði í dag að mögulega þyrfti að fækka starfsfólki í hagræðingarskyni. 24.7.2022 21:12
Vel gert hjá flugmanninum að koma vélinni niður Mikil heppni var að flugmaður flugvélar sem nauðlenti á Nýjabæjarfjalli í gær hafi fundið svo góðan stað til að lenda. Flugmaðurinn og farþeginn sluppu báðir með skrekkinn en þyrla Landhelgisgæslunnar kom þeim til aðstoðar þar sem þeir lentu í þúsund metra hæð. 24.7.2022 19:19
Ekki tilefni til að grípa til harðari aðgerða vegna apabólu Ekki er tilefni til að grípa til harðari aðgerða vegna apabólunnar að mati sóttvarnalæknis. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti í gær yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna sjúkdómsins. 24.7.2022 12:10