Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Að tengja þennan dag við fleiri já­kvæða hluti er partur af batanum“

Guðný S. Bjarnadóttir beið í 721 dag frá því að hún kærði mann fyrir nauðgun þar til héraðssaksóknari tilkynnti henni að ekki yrði gefin út ákæra í máli hennar. Í dag verður hún 42 ára gömul, í dag eru tvö ár liðin síðan henni var nauðgað og í dag verður stofnfundur nýrra samtaka hennar - Hagsmunasamtaka brotaþola. 

Mót­vægis­að­gerðir megi ekki gleymast þó að­lögun sé hafin

Formaður ungra umhverfissinna fagnar því að stjórnvöld séu farin að huga að hvernig aðlaga megi samfélagið að loftslagsbreytingum. Mótvægisaðgerðir megi þó ekki gleymast og enn eigi eftir að tryggja fjármagn í aðlögunaraðgerðir sem kynntar voru í gær.

Segir lögin hafa verið alveg skýr um af­drif þjónustu­lausra hælis­leit­enda

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur samið við Rauða krossinn um að útlendingar, sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði í samræmi við það sem tíðkast í gistiskýlum fyrir heimilislausa. Ráðherra segist ánægður að engir í þessum hópi þurfi nú að sofa úti.

Segir gert lítið úr lands­liðinu og af­reks­mönnum

Margfaldur Íslandsmeistari í Júdó sem er jafnframt sá besti á landinu í dag samkvæmt punktalista var ekki valinn í a-landsliðið og fær því ekki möguleika á að fara á næstu Ólympíuleika. Hann segist vonsvikinn og Júdósambandið gera lítið úr landsliðinu og afreksmönnum með því að velja ekki þá bestu.

Hag­vöxtur ekki hraðari frá árinu 2007

Hagvöxtur á síðasta ári nam 7,2 prósentum og hefur ekki verið hraðari frá árinu 2007. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur á þessu ári verði 2,2 prósent, sem er talsvert hægari vöxtur en í síðustu spá.

Meint kyn­ferðis­brot Brand til rann­sóknar hjá lög­reglu

Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard hefur nú til rannsóknar nokkrar ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur grínistanum Russel Brand. Til rannsóknar eru bæði ásakanir um ofbeldi sem á að hafa átt sér stað á breskri grundu og annars staðar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verjendur og sakborningar fylltu veislusalinn í Gullhömrum í Grafarvogi í dag þegar átta gáfu skýrslu við aðalmeðferð á Bankastræti-Club málinu. Alls eru tuttugu og fimm ákærðir í málinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við verjanda, saksóknara og dómstjóra um þetta umfangsmikla sakamál.

Sjá meira