Gelkúlur úr leikfangabyssum valda usla á leikskólalóðum Gelkúlur úr leikfangabyssum eru farnar að valda usla á leikskólalóðum landsins. Kennarar biðla til foreldra barna og unglinga að halda byssunum frá leikskólalóðum enda komist kúlurnar auðveldlega í litla munna, nef og eyru. 19.5.2023 20:01
Starfsmenn og nemendur mótmæla fyrirhugaðri sameiningu Kvennó og MS Nemendur og kennarar við Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund mótmæla fyrirhuguðum samruna skólanna og segja mennta- og barnamálaráðuneytið taka stór skref án samráðs og aðkomu nemenda og starfsmanna. Samband íslenskra framhaldsskólanema, nemendur skólanna beggja og kennarar hafa boðið til mótmæla í dag sem hefjast klukkan eitt í dag fyrir utan mennta- og barnamálaráðuneytið. Skólameistari Kvennaskólans segir alveg ljóst að mikil andstaða sé við hugmyndina. 19.5.2023 13:16
Almenningur getur nú vaktað skipulagsmál í nærumhverfi sínu Skipulagsgáttin er ný gagna- og samráðsgátt um skipulag, umhverfismat og leyfisveitingar. Gögn sem áður reyndust almenningi og hagsmunaaðilum flókið að nálgast má nú finna á einum stað. Forstjóri Skipulagsstofnunar segir gáttina byltingu í aðgengi að skipulagsmálum og umhverfismati. 17.5.2023 19:11
Snarpur viðsnúningur í rekstri Siðmenntar eigi sér eðlilegar skýringar Snarpur viðsnúningur á rekstri hjá mest ört vaxandi trú- og lífskoðunarfélagi landsins, Siðmennt, á sér eðlilegar skýringar að sögn formanns félagsins. Bregðast hafi þurft við aukinni starfsemi með fleira starfsfólki. Tap félagsins á síðasta ári voru rúmar 7,5 milljónir króna. Árið á undan var hagnaður félagsins um fimm milljónir króna. 17.5.2023 13:00
„Þá þarf hún bara að biðja lögfræðingana um breyta kerfinu með sér“ Rúmlega hundrað manns á öllum aldri mættu í miðbæ Reykjavíkur í dag til að mótmæla hvalveiðum á sama tíma og þjóðarleiðtogarnir mættu í Hörpu. Einn skipuleggjanda segir lög hafa verið brotin og ráðherra geti ekki leyft því að viðgangast út þetta veiðiár. 16.5.2023 22:21
Hyggjast ná augum og eyrum þjóðarleiðtoganna við mótmæli gegn hvalveiðum Boðað hefur verið til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag vegna hvalveiða og er þess krafist að veiðar verði stöðvaðar. Skipuleggjandi segir vel hægt að afturkalla hvalveiðileyfi þar sem ljóst sé að dýravelferðarlög hafi verið brotin. 16.5.2023 13:01
Harpa komin í búning alþjóðastofnunar Framkvæmdastjóri Leiðtogafundar Evrópuráðsins segir landsmenn geta verið stolta af fundinum sem hefst á morgun. Víðtækar lokanir hafa áhrif á veitingahúsaeigendur sem hafa undanfarna daga þurft að birgja sig upp. 15.5.2023 23:15
„Afskaplega glæsilegur viðburður og Íslandi til sóma“ Hundruð manna vinna nú hörðum höndum í Hörpu við að gera allt klárt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem hefst á morgun. Framkvæmdastjóri fundarins segir undirbúningsvinnuna ganga vel og að mikill metnaður sé settur í vinnuna. Viðburðurinn verði afar glæsilegur og Íslandi til sóma. 15.5.2023 12:42
Samningafundi slitið og stefnir í verkföll Samningafundi BSRB og Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem hófst klukkan 13:00 hefur verið slitið. Formaður BSRB segir fundinn engu hafa skilað. Verkföll hefjast því að óbreyttu á mánudag. 12.5.2023 15:22
Álitið fjalli ekki um ákvörðun Jóns heldur heimildir þingsins Einn höfunda lögfræðiálits Lagastofnunar Háskóla Íslands sem birt var á vef stjórnarráðsins í morgun segir álitið ekki beinlínis snúa að breyttu verklagi dómsmálaráðherra um afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun. Yfirlýsing ráðuneytisins um að ráðuneytið hafi farið að lögum varðandi umsóknir um ríkisborgararétt sé því of afdráttarlaus. 12.5.2023 12:53