Aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum hafa takmörkuð áhrif á verðbólgu Áhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir kjarasamningum fyrir stóran hluta vinnumarkaðarins eru takmörkuð á hagvöxt og verðbólgu, sagði aðalhagfræðingur Seðlabankans á fundi peningastefnunefndar í morgun. Seðlabankastjóri nefndi að hætta væri á að verðbólga verði treg til að fara niður í fjögur til fimm prósent. 8.5.2024 14:23
Akta: Frumvarp ráðherra samkeppnishamlandi fyrir minni sjóðastýringar Framkvæmdastjóri Akta segir mikilvægt að jafnræðis sé gætt á meðal rekstrarfélaga verðbréfasjóða þegar kemur að nýjum lögum um aukið frelsi varðandi viðbótarlífeyrissparnað. Atriði í frumvarpinu séu samkeppnishamlandi fyrir minni fyrirtæki á markaðnum og gangi gegn hagsmunum þeirra sem eigi viðbótarlífeyrissparnað. 7.5.2024 12:34
Kostnaður vegna endurskipulagningar hjá Arctic Adventures litar afkomuna Talsvert var um einskiptiskostnað hjá Arctic Adventures vegna starfsmannabreytinga og endurskipulagningar á innra starfi félagsins á árinu 2023. Þótt tekjur hafi aukist um 37 prósent dróst hagnaður nokkuð saman af þeim völdum. Fyrirtækið keypti Kerið í Grímsnesi í fyrra en samkvæmt fjárhagsupplýsingum frá Arctic Adventures námu fjárfestingar í fasteignum og landi tæplega tveimur milljörðum. 6.5.2024 16:48
Of ströng beiting samkeppnislaga hindrun við uppbyggingu fjarskiptainnviða Æskilegt er að fjarskiptafyrirtæki geti í meira mæli haft samstarf um uppbyggingu á 5G neti og öðrum fjarskiptainnviðum. Það hefur enda sýnt sig að skynsamleg samnýting innviða lækkar verð til endanotenda og þannig er hægt að koma nýjustu tækni fyrr til notenda. Samkeppnislög hvað þetta varðar eru ekki endilega vandamál hérlendis heldur fremur beiting þeirra, segir forstjóri Mílu. 6.5.2024 13:05
Forstjóri: Kvika kemst vonandi nálægt því að ná markmiði um arðsemi í ár Kvika banki kemst vonandi nálægt því að ná markmiði sínu um arðsemi á árinu. „Við erum ánægð með góðan viðsnúning í bankarekstri,“ sagði Ármann Þorvaldsson bankastjóri. Stefnt er á að hleypa af stokkunum 3,5 til fimm milljarða króna framtakssjóði sem fjárfestir í Bretlandi. 3.5.2024 15:52
Óvenju hátt skatthlutfall Arion vegna framvirkra samninga Yfir lengra tímabil hafa framvirkir samningar sem Arion banki hefur veitt viðskiptavinum leitt til lægra virks skatthlutfalls, upplýsti bankastjóri. Hagnaður af slíkum samningum urðu til þess að skatthlutfallið var óvenju hátt á fyrsta ársfjórðungi sem kom greinendum á óvart. Hann gerir ráð fyrir því að þróunin verði með öðrum hætti á yfirstandi ársfjórðungi. 2.5.2024 16:34
Forstjóri Ericsson: Regluvæðing Evrópu kemur okkur á kaldan klaka Forstjóri Ericsson segir að regluvæðing væri að leiða til þess að Evrópa muni „ekki að skipta máli“ (e. irrelevance) í ljósi þess að verið væri að grafa undan samkeppnishæfni svæðisins. Hann kallar eftir breyttum samkeppnislögum. 2.5.2024 12:04
Hlutabréfaverð flugfélaganna fellur og smærri fjárfestar færa sig í Alvotech Hlutabréfaverð íslensku flugfélaganna Icelandair og Play hefur fallið um næstum 50 til rúmlega 60 prósent á þremur mánuðum. Heildarvísitalan hefur á sama tíma lækkað um sjö prósent. Hlutabréfagreinandi segir að líklega hafi smærri fjárfestar og einstaklingar fært fjárfestingar sínar úr Icelandair í Alvotech. Það eru gerðar minni væntingar en áður til flugrekstrar samhliða minni eftirspurn eftir ferðum til Íslands. 30.4.2024 18:08
Auðveldara að byggja olíuknúin orkuver en umhverfisvæn Rammaáætlun „þverbrýtur“ ítrekað stjórnsýslulög vegna málshraða. Afleiðingarnar eru meðal annars að auðveldara er að byggja olíuknúin orkuver á Íslandi en umhverfisvæn því þau nýta ekki innlendar auðlindir, segir framkvæmdastjóri StormOrku. Landsvirkjun vekur athygli á að nýleg löggjöf Evrópusambandsins á sviði endurnýjanlegrar orku geri ráð fyrir að leyfisveitingaferli endurnýjanlegrar orkuvinnslu skuli að hámarki taka tvö ár en hún hefur ekki verið innleidd að fullu hérlendis. 30.4.2024 14:20
Öryggismiðstöðin metin á 3,8 milljarða í kaupum VEX á nærri helmingshlut Þegar framtakssjóðurinn VEX gekk frá kaupum á samtals um 45 prósenta hlut í Öryggismiðstöðinni um mitt árið í fyrra af breiðum hópi fjárfesta þá var allt hlutafé fyrirtækisins verðmetið á liðlega 3,8 milljarða í viðskiptunum. Sjóðurinn stóð einnig að fjárfestingu fyrir meira en 1,6 milljarða í bandaríska skyrframleiðandanum Icelandic Provision á liðnu ári sem tryggði honum yfir tíu prósenta hlut í félaginu. 29.4.2024 18:09
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent