Segjast munu sækja bætur vegna breytinga á reglum um blóðmerahald Bændasamtökin hafa gert og sent matvælaráðuneytinu formlega athugasemd fyrir hönd þeirra félagsmanna sem stunda blóðmerahald við þá ákvörðun stjórnvalda að fella niður reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum og fella starfsemina undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. 2.11.2023 12:49
Borgina vantar bagga og biðlar til bænda Óvenjuleg auglýsing frá Reykjavíkurborg hefur vafalítið vakið athygli þeirra sem þegar hafa lesið Bændablaðið sem kom út í morgun en þar auglýsir borgin eftir 200 heyböggum til kaups. 2.11.2023 10:21
Fjórðungur umsækjenda um iðnnám fær synjun Af þeim 2.460 sem sóttu um að komast í iðnnám í haust var 556 hafnað. Samtök iðnaðarins segja nauðsynlegt að fjölga plássum en það hafi ekki gerst þrátt fyrir aukna aðsókn. 2.11.2023 08:20
Segir Johnson hafa spurt hvort „hárblásari“ dygði gegn Covid-19 Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, spurði vísindamennina Chris Witty og Patrick Vallance að því hvort hægt væri að útrýma SARS-CoV-2, veirunni sem veldur Covid-19, með „sérstökum hárblásara“. 2.11.2023 07:36
Biden segir þörf á hléi Joe Biden Bandaríkjaforseti virðist vera að snúast á sveif með þeim sem hafa kallað eftir vopnahléi á Gasa en hann var staddur á fjáröflunarviðburði í gær þegar rabbíni kallaði að forsetanum og biðlaði til hans um að beita sér fyrir vopnahléi. 2.11.2023 06:59
Meiriháttar líkamsárás og fjórir handteknir fyrir húsbrot Lögreglu barst tilkynning um meiriháttar líkamsárás í póstnúmerinu 113 rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar segir að málið sé í rannsókn. 2.11.2023 06:28
Hjallastefnan ekki innleidd á Árbæ fyrr en næsta skólaár „Hjallastefnan sem hugmyndafræði verður ekki innleidd fyrr en í ágúst á næsta ári, í upphafi nýs skólaárs,“ segir Bóas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Hjallastefnunar, um yfirtökuna á leikskólanum Árbæ á Selfossi. 1.11.2023 11:59
Landamærin opnuð og erlendum ríkisborgurum hleypt út Landamærin í Rafha, sem skilja að Egyptaland og Gasa, hafa verið opnuð tímabundið í fyrsta sinn í þrjár vikur. Egyptar hafa samþykkt að hleypa erlendum ríkisborgurum yfir landamærin og hafa sagst munu taka við um 80 afar særðum Palestínumönnum. 1.11.2023 10:07
Vill að unga fólkið vinni 70 klukkustundir á viku fyrir landið sitt Umræður fara nú fram á Indlandi um lengd vinnuvikunnar eftir að milljarðamæringurinn NR Narayana Murthy, tengdafaðir forsætisráðherra Bretlands, sagði að ungt fólk ætti að vera reiðubúið til að vinna 70 tíma til að leggja sitt af mörkum fyrir landið sitt. 1.11.2023 08:46
Foreldrar á Selfossi óánægðir með yfirtöku Hjallastefnu á leikskóla Nokkurrar óánægju gætir meðal foreldra barna á leikskólanum Árbæ á Selfossi, sem fengu tilkynningu 26. október síðastliðinn um að skólinn yrði Hjallastefnuleikskóli frá og með 2. nóvember. 1.11.2023 08:26