Úkraínumenn senda fjölda dróna langt inn í Rússland Varnarmálaráðuneyti Rússlands sakar stjórnvöld í Úkraínu um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í landinu með einni umfangsmestu drónaárás sem Úkraínumenn hafa gert á Rússland. 18.3.2024 08:24
Ísraelsher ræðst aftur inn á al Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg Ísraelsher hefur ráðist inn á al-Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg og fregnir borist af byssubardögum inni og umhverfis sjúkrahúsið. Herinn segir um að ræða hnitmiðaða aðgerð en sjúkrahúsið hafi verið notað sem stjórnstöð Hamas. 18.3.2024 07:14
Uber gerir fimmtu stærstu sáttina í sögu Ástralíu Forsvarsmenn Uber í Ástralíu hafa samþykkt að greiða leigubílstjórum 272 milljónir dollara í bætur eftir „agressíva“ innkomu sína á leigubílamarkaðinn. 18.3.2024 06:52
Gígveggurinn hækkað en annars fátt að frétta af gosinu Gangur í eldgosinu sem nú stendur yfir á Reykjanesi virðist vera með svipuðu móti og í gærkvöldi en leiðindaveður og lélegt skyggni koma í veg fyrir að hægt sé að leggja almennilegt mat á þróun mála. 18.3.2024 06:27
Ráðist á Árna Tómas á læknastofu hans Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir varð fyrir líkamsárás á læknastofu sinni í vikunni, þegar tveir menn mættu á stofuna og kröfðust þess að hann breytti læknisvottorði sem hann hafði skrifað fyrir móður annars þeirra. 15.3.2024 11:49
Fyrsti varaforsetinn til að heimsækja þungunarrofsþjónustu Kamala Harris varð í gær fyrsti varaforsetinn í sögu Bandaríkjanna til að heimsækja heilsugæslu þar sem boðið er upp á þungunarrof. Enginn forseti hefur heimsótt miðstöð þar sem boðið er upp á úrræðið. 15.3.2024 09:20
Ferðamenn greiddu 200 milljónir í bílastæðagjöld við Seljalandsfoss Ferðamenn greiddu rúmlega 200 milljónir króna í bílstæðagjöld við Seljalandsfoss í fyrra. Fjöldi einkabifreiða sem óku að fossinum var tæplega 213 þúsund og þá komu 12 þúsund bifreiðar frá aðilum í ferðaþjónustu. 15.3.2024 07:57
Fjöldi málsókna vegna hurðarloksins sem fauk í miðju flugi Sjö farþegar sem urðu fyrir meiðslum þegar hurðarlok losnaði í miðju flugi Alaska Airlines í janúar síðastliðnum hafa höfðað mál gegn flugfélaginu og flugvélaframleiðandanum Boeing. 15.3.2024 07:25
Ása segist ætla að leyfa eiginmanni sínum að „njóta vafans“ Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona mannsins sem er grunaður um að vera Gilgo Beach-raðmorðinginn, sendi frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem hún segist ætla að leyfa manninum sínum að „njóta vafans“. 15.3.2024 06:41
Pallborðið um Katrínu Middleton: Yfirhylmingin alltaf verri en glæpurinn Sannleikurinn að baki veikindum Katrínar Middleton, prinsessu af Wales, er að öllum líkindum töluvert skárri en yfirhylmingin sem gripið hefur verið til vegna veikindanna. Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi þar sem málið var rætt. 14.3.2024 15:01