Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vægi erlendra eigna stærstu sjóðanna nálgast óðum fjárfestingarþakið

Vægi erlendra eigna tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins, sem eru með eignir upp á samanlagt um 2.500 milljarða króna í dag, hefur hækkað um meira en þriðjung frá því í ársbyrjun 2018. Færist það stöðugt nær lögbundnu 50 prósenta hámarki sem erlendar fjárfestingar sjóðanna mega vera sem hlutfall af heildareignum þeirra.

Íslendingar straujuðu kortin fyrir 93 milljarða í desember

Heildar greiðslukortavelta, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna, í desember á nýliðnu ári nam samtals rúmum 101 milljarði króna. Veltan jókst um tæplega 13 prósent frá fyrri mánuði og um 18,6 prósent borið saman við desember á árinu 2020.

Vatnsverksmiðja Jóns Ólafssonar tapaði yfir tveimur milljörðum

Þrátt fyrir áskoranir vegna kórónuveirufaraldursins þá jukust tekjur Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi sem var reist af Jóni Ólafssyni árið 2004, um átta prósent á árinu 2020 og námu samtals tæplega 27 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða króna á gengi dagsins í dag.

Allar líkur á mögnuðu ári í sjávarútveginum

Hærri verð, áður vanmetin loðnuúthlutun og örlítið hagstæðari kostnaðarhlutföll eru helstu ástæður þess að greinendafyrirtækið Jakobsson Capital hefur hækkað verðmat sitt á Brim um 17 prósent, eða úr 704 milljónum evra í 825 milljónir evra, jafnvirði um 122 milljarða íslenskra króna.

Staðfestir úrskurð héraðsdóms um að hafna nauðasamningi Gray Line

Landsréttur staðfesti fyrr í dag úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur frá því í nóvember síðastliðnum um að hafna staðfestingu nauðasamnings Allrahanda GL sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line en það hefur verið í greiðsluskjóli frá því í júní árið 2020.

Sjá meira